Mánudagur, 18. nóvember 2019
Stasi-aðferðir Björns Leví og Pírata
Þingmaður Pírata opnar gagnasíðu þar sem fólki er boðið undir nafnleynd að saka samborgara sína um spillingu.
Í skjóli nafnleysis getur hver sem er sakað nafngreint fólk um að vera spillt.
Austur-þýska leyniþjónustan Stasi fullkomnaði aðferðir lögregluríkisins og safnaði ógrynni upplýsinga um ,,spillt viðhorf" í kommúnistaríkinu.
Björn Leví er á kaupi sem þingmaður á alþingi Íslendinga. Píratar fá ótaldar milljónir króna á ári i flokkssjóð - almenningur borgar.
Það er hvorki hlutverk Björns Leví né Pírata að safna gögnum um almenna borgara. Björn Leví og Píratar ættu að biðjast afsökunar og loka fyrir þessar ógeðfelldu njósnir.
Athugasemdir
Píratar færast sífellt lengra inn í myrkur alræðisins. Þeir sem hafa það að markmiði að leita að flísum í augum annarra hafa almennt eitthvað verra að fela og Píratar reyna að fela mannfyrirlitningu sína með dygðaflöggun.
Ragnhildur Kolka, 18.11.2019 kl. 17:04
Ef einhver hefði sett fram svona "tillögur" fyrir örfáum árum hefðu allir tekið þeim sem brandara. Hvað breyttist?
Benedikt Halldórsson, 19.11.2019 kl. 06:05
Ríkustu menn heims leiða "byltingu" "grasrótarinnar" og eru sjálfsagt með sérfræðinga í mannlegu eðli.
Benedikt Halldórsson, 19.11.2019 kl. 06:17
Sæll Páll,
Kannski virkar þessi aðferð eitthvað hjá honum, nú og það er gott ef byrjað verður næst á Lyfja- bóluefnafyltækjunum og/eða þeim sem að borga "Læknadaga" í Hörpu, og svo ferðirnar fyrir bæði lækna og hjúkrunarfólk til Kína.
Einnig þarf að athuga hvort að greiðslur frá "Blue Cross Blue Shield hafa verið gefnar upp til skatts hér á landi.
"Blue Cross Blue Shield pays your doctor a $40,000 bonus for fully vaccinating 100 patients under the age of 2. If your doctor manages to fully vaccinate 200 patients, that bonus jumps to $80,000!!" (sjá hérna einnig https://www.facebook.com/search/top/?q=blue%20cross%20blue%20shield&epa=SEARCH_BOX)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 20.11.2019 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.