Færri glæpir, fleiri dómsmál

Íslendingar fremja færri glæpi en almennt gengur og gerist. Á hinn bóginn eru rekin fleiri dómsmál hér en tíðkast á byggðum bólum.

Sú skýring er nærtæk að Íslendingar eru friðsamir en þrasgjarnir.

Lagaþrætur eru í Njálu, við tókum kristni eftir þras á þingi og heimtum fullveldi frá Dönum með argaþrasi í meira en hálfa öld. Gamall texti, sem Jón Sigurðsson fann á skjalasafni í Köben, Gamli sáttmáli, var rökvopnið sem beit.

Almennt gildir í siðuðu samfélagi að þras er huggulegra en glæpur.


mbl.is Óvenjumikill málafjöldi á fámennu landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband