Þriðjudagur, 12. nóvember 2019
RÚV-krimmar í Afríku
Íslensk fyrirtæki seldu ekki skreið til Nígeríu nema með mútugreiðslum. Það er 50 ára gömul staðreynd. Afríka er spillt. Fyrirtæki sem stunda þar viðskipti taka þátt í siðum þarlendra. Annars verða engin viðskipti.
RÚV-Kveikur um viðskipti Samherja í Namibíu er ósannfærandi samsuða þar sem ásökunum er haldið á lofti í 63 mínútur, forstjóra Samherja veitt myndavélafyrirsát og dulbúnum arabískum sjónvarpsmönnum haldið að namibískum stjórnmálamönnum til að hanna frásögn um spillingu í Afríku. Hvað er næst að frétta frá Efstaleiti? Er ís á Grænlandi?
Skemmtilegasta senan í tilbúningnum er þegar RÚV-ararnir Helgi og Aðalsteinn sviðsetja mútugreiðslur með rauða íþróttatösku. Þeir tóku sig vel út sem hvítir krimmar í svörtu álfunni.
Í alvöru talað: RÚV byggir upp væntingar um stórkostlega afhjúpun á Samherja en við fáum klukkutímalangan kjánahroll.
Mútur til að komast yfir fiskveiðikvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Smá sagnfræði - Best of Baghdad Bob gjörið þið svo vel: https://www.youtube.com/watch?v=8sFAtDw44yA
Haraldur Rafn Ingvason, 12.11.2019 kl. 22:47
Jæja kallinn, þú ert greinilega fljótur að skipta um skoðanir. Held að það sé tími til kominn að Afríkuríki læri af reynslunni: að mútur eru ólöglegar í nútíma viðskiptaháttum.
Íslendingar seldu skreið til Nígeríu, það efldi efnahaginn á sínum tíma. Gert var grín að fyirsögninni: "Skreið til Nígeríu" í Vísi á sínum tíma. Þar var Loki að mig minnir: aumingja kallinn, hann hlýtur að vera dauð þreyttur, skreið alla leið til Nígeríu.
Samherjamenn skriðu öruggleg ekki til Namibíu: þeir hlutp þangað, mjög líklega.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 12.11.2019 kl. 23:46
Þetta fyrirbrigði ..mutur .. kallast GREIÐASEMI a islandi..
Kv
Lárus Ingi Guðmundsson, 13.11.2019 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.