Fimmtudagur, 7. nóvember 2019
Örlög Evrópu undir náð Bandaríkjanna
Evrópa háði tvö borgarastríð, sem kallast fyrri og seinni heimsstyrjöld. Gömul sigruð stórveldi, Frakkland, Þýskaland og Ítalía, stofnuðu Evrópusambandið. Seinna komu Bretar inn en eru á útleið með Brexit.
Nató, sem Macron Frakklandsforseti segir heiladautt, er bandalag stofnað, rekið og fjármagnað af Bandaríkjunum til að halda sovéskum skriðdrekum frá Vestur-Evrópu.
Engin Sovétríki eru lengur til, kommúnisminn kominn á ruslahaug sögunnar. Hvers vegna ætti Nató yfir höfuð að vera til?
Borgarastríðin tvö í Evrópu leyfa ekki að stofnaður sé ESB-her er leysi af hólmi þann franska og þýska og enn síður breska. Evrópuherinn, sem er í kortunum, hefur það hlutverk að starfa utan Evrópu að gæta hagsmuna ESB-ríkja.
Evrópa er undir náð og miskunn Bandaríkjanna þegar kemur að herstyrk, sem er farið að leiðast að vera barnfóstra gömlu nýlenduveldanna.
Macron: Nató samstarfið upplifir heiladauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Styrmir segir að umferð sovjeskra kafbáta hafi aukist hér við land.
Þyrfti rúv ekki að sýna okkur einhver gögn því tengdu?
Jón Þórhallsson, 7.11.2019 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.