Grænland-Ísland á áhrifasvæði Bandaríkjann, ekki Úkraína

Úkraína er á áhrifasvæði Rússlands, var hluti Sovétríkjanna og þar áður í umdæmi Rússakeisara. Evrópusambandið með aðstoð Bandaríkjanna reyndi að færa Úkraínu undir veldi ESB og Nató, rétt eins og önnur fyrrum kommúnistaríki Austur-Evrópu.

Rússar sögðu njet, hingað og ekki lengra við útþenslu vesturlanda í austur.

Ísland komst formlega undir áhrifasvæði Bandaríkjanna 1941 þegar bandarískur her leysti af hólmi breska hernámsliðið. Grænland er á milli Íslands og meginlands Norður-Ameríku og þar með sjálfkrafa í umdæmi Washington.

Fyrir sögulega tilviljun, hruni norska heimsveldisins á 13. öld, er Grænland undir dönsku forræði. Danmörk er aftur landfræðilegur útkjálki Þýskalands og þar með ESB.

Í kalda stríðinu var öll pólitík austur og vestur, kommúnismi og kapítalismi. Nú eru 30 ár frá lokum kalda stríðsins og dæmigerð stórveldapólitík að færast í fyrra horf.


mbl.is Úkraínukrísan sett á ís vegna áforma um Grænlandskaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

En samt er alltaf svolítið notalegra að rædd séu kaup á landi en ekki yfirráð með hernaðarafskiptum.

Kolbrún Hilmars, 7.11.2019 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband