100 konur og rétturinn til að niðurlægja

Tæplega 100 konur ásaka Steinunni Ólínu um að vera ,,í keppni að niðurlægja fólk án dóms og laga." Tilefnið er grein Steinunnar Ólínu þar sem hún andmælir mannorðsmorðum í skjóli nafnleyndar.

Orðalagið ,,niðurlægja án dóms og laga" er afhjúpandi. Tilfellið er að hvorki lög né dómar ganga út á að niðurlægja fólk. Mönnum er gerð refsing eða þeir sýknaðir.

100-konu yfirlýsingin gengur aftur út á réttinn til að niðurlægja. Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þessi ofsi er dæmigerður. Besta fólkið flýr okið en eftir eru aðeins efnileg einræðisherraefni sem unna sér ekki hvíldar fyrr en allir eru á sömu skoðun í trúmálum.

Benedikt Halldórsson, 5.11.2019 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband