Gróa á Leiti og vanlíðan á vinnustað

Gróa á Leiti rægði mann og annan á bakvið tjöldin. Í fullkomnum trúnaði. Heimili og vinnustaðir sem Gróa fór höndum um urðu ekki betri fyrir bragðið.

Leikfélag Reykjavíkur stendur í stappi við leikara sem sagt var upp. Ásakanir um kynferðislega áreitni af hálfu leikarans voru tilefnið. Trúnaður ríkti um þessar ásakanir.

Stjórnendum LR var vandi á höndum. Sá sem er ásakaður á rétt á að vita hvað hann hefur til saka unnið. Þeir sem ásaka eiga jafnframt rétt á vinnustað án áreitni.

Þegar mál af þessu tagi rata til dómstóla verður að virða þá meginreglu réttarríkisins að sérhver er saklaus uns sekt er sönnuð.

Þau rök LR standast ekki að réttur þeirra sem ,,upp­lifa van­líðan á vinnustaðnum" sé meiri en réttur einstaklings að verja sig ásökunum. Ekki er hægt að verjast nema ásakanir hafi höfund og málsatvik.

Við treystum ekki Gróu á Leiti fyrir réttlætinu.     


mbl.is Leikfélag Reykjavíkur áfrýjar til Landsréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Amen.

Jón Þórhallsson, 31.10.2019 kl. 09:18

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hér mælir þú, sem endranær, manna heilastur kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.10.2019 kl. 10:32

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvernig er -vanlíðan á vinnustað- skilgreind í lagasafninu?

Ragnhildur Kolka, 31.10.2019 kl. 10:46

4 Smámynd: Sandy

Alveg finnst mér ótrúlegt að hægt sé að ákæra mann en halda því leyndu hver maður er.Mér finnst að svoleiðis framkoma bendi til þess að þeir sem ákæra og vilja vera í felum eigi ekki gott með að standa við ásakanir og ákæru.

Sandy, 31.10.2019 kl. 11:49

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvernig er áreitni skilgreind í lagasafninu?  Sem orð, hótun eða gjörningur?
Vanlíðan á vinnustað er svo ekki bundin við kynblandaða vinnustaði, sama getur gerst á bæði kvenna- og karlavinnustöðum.  Eflaust kemur margt til; stríðni, lítillækkun, sniðganga.  Hvar eru mörk hins félagslega og lagalega?
Sennilega yrði þarft verk að skilgreina þessa hluti svo allir skilji.

Kolbrún Hilmars, 31.10.2019 kl. 12:51

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sandy.

Hann hefur aldrei verið ákærður fyrir neitt.

Var bara rekinn örstuttu fyrir frumsýningu.

Á grundvelli nafnlausra ósannaðra sögusagna.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2019 kl. 13:05

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrir utan leikhúsið er feðraveldið í öllu sínu veldi og þegar upp kemur minnsti grunur að það hafi sloppið inn í leikhúsið eru viðbrögðin eftir því - hysterísk.  Já, eftir að búið er að "sótthreinsa" öll handrit af gamla feðraveldinu og venja karlleikara á að leika ekki hetjur heldur menn eins og þeir eru, sem drullusokka, illmenni og allskonar aumingja af öllu tagi - gerist þetta. 

Að vera karlleikari er eitt hættulegasta starf í heimi. 

Benedikt Halldórsson, 31.10.2019 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband