Dygðaskraut Íslandsbanka og náttúrulegt ójafnræði kynjanna

Viðskiptabann Íslandsbanka á karllæga fjölmiðla er ritskoðun fjármálavalds í nafni jafnréttis. Miðað við félagatal Blaðamannafélags Íslands eru konur líklega um þriðjungur félagsmanna.

Konur velja sig frá sumum störfum. Blaðamennska er illa launuð og kallar á langan vinnudag. Flugvirkjar, á hinn bóginn, eru með prýðilegar tekjur en vinna vaktavinnu. Af 560 félögum í Flugvirkjafélagi Íslands eru fjórar konur, innan við eitt prósent. Ætlar Íslandsbanki að beita flugfélög viðskiptabanni þar sem karlar sjá um viðhald flugvéla?

Fáar konur starfa á dekkjaverkstæðum. Viðskiptabann?

Konur velja sér einfaldlega önnur störf en karlar. Konur eru í miklum meirihluta í kennarastétt. Um átta af hverjum tíu kennurum eru konur.

Í starfsvali birtist náttúrulegt ójafnræði kynjanna. Dygð Íslandsbanka er að berja hausnum við steininn og krefjast þess að veruleikinn breytist til samræmis við skoðun fjármálavaldsins. Dálítið kvenlegt.

 

 


mbl.is Fráleit áform eða fagnaðarefni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Við þessari góðu greiningu er engu við að bæta.

En hefur verið tékkað á því hvort bankinn hafi nokkuð verið rændur? Hvernig má það vera að skynsamt fólk lætur út sér aðra eins vitleysu af fúsum og frjálsum vilja?

Benedikt Halldórsson, 26.10.2019 kl. 14:48

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er afþví að fólkið er nefnilega ekki skynsamt Benedikt. Það er idjót.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2019 kl. 17:56

3 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Ætli þess sé að vænta að ríkisfyrirtækið Vegagerðin hætti að gera verksamninga við fyrirtæki sem ekki eru með jafnt kynjahlutfall á beltagröfum og búkollum ?

Þórhallur Pálsson, 26.10.2019 kl. 17:58

4 Smámynd: Óskar Kristinsson

Góður  Þórhallur

Óskar Kristinsson, 26.10.2019 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband