Laugardagur, 26. október 2019
Dygðaskraut Íslandsbanka og náttúrulegt ójafnræði kynjanna
Viðskiptabann Íslandsbanka á karllæga fjölmiðla er ritskoðun fjármálavalds í nafni jafnréttis. Miðað við félagatal Blaðamannafélags Íslands eru konur líklega um þriðjungur félagsmanna.
Konur velja sig frá sumum störfum. Blaðamennska er illa launuð og kallar á langan vinnudag. Flugvirkjar, á hinn bóginn, eru með prýðilegar tekjur en vinna vaktavinnu. Af 560 félögum í Flugvirkjafélagi Íslands eru fjórar konur, innan við eitt prósent. Ætlar Íslandsbanki að beita flugfélög viðskiptabanni þar sem karlar sjá um viðhald flugvéla?
Fáar konur starfa á dekkjaverkstæðum. Viðskiptabann?
Konur velja sér einfaldlega önnur störf en karlar. Konur eru í miklum meirihluta í kennarastétt. Um átta af hverjum tíu kennurum eru konur.
Í starfsvali birtist náttúrulegt ójafnræði kynjanna. Dygð Íslandsbanka er að berja hausnum við steininn og krefjast þess að veruleikinn breytist til samræmis við skoðun fjármálavaldsins. Dálítið kvenlegt.
Fráleit áform eða fagnaðarefni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við þessari góðu greiningu er engu við að bæta.
En hefur verið tékkað á því hvort bankinn hafi nokkuð verið rændur? Hvernig má það vera að skynsamt fólk lætur út sér aðra eins vitleysu af fúsum og frjálsum vilja?
Benedikt Halldórsson, 26.10.2019 kl. 14:48
Það er afþví að fólkið er nefnilega ekki skynsamt Benedikt. Það er idjót.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2019 kl. 17:56
Ætli þess sé að vænta að ríkisfyrirtækið Vegagerðin hætti að gera verksamninga við fyrirtæki sem ekki eru með jafnt kynjahlutfall á beltagröfum og búkollum ?
Þórhallur Pálsson, 26.10.2019 kl. 17:58
Góður Þórhallur
Óskar Kristinsson, 26.10.2019 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.