Föstudagur, 25. október 2019
Sósíalismi býr til gerendur og þolendur
Valdataka sósíalista í Eflingu kallaði fram ,,heift og hefnigirni," segir Sólveig sósíalisti og formaður.
Miðstjórn ASÍ lítur þannig á málin að innreið sósíalista í verkalýðshreyfinguna búi til gerendur og þolendur, þar sem þeir síðartöldu eru launþegar sem þurfi ókeypis lögfræðiaðstoð í stríði við sósíalíska yfirmenn.
Í gamla daga var sósíalismi í þágu launþega. Sósíalismi Gunnars Smára og Sólveigar Önnu er aftur sérgæska valdhafa.
Vilja viðauka við ráðningarsamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
„Glæpur minn er að hafa sigrað í formannskjöri Eflingar, því fyrsta sem var haldið í átján ár, með 80% greiddra atkvæða. Auðvitað þarf þessi hálaunakarl að reyna að refsa mér stórkostlega fyrir þennan grimmilega glæp.“
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 25.10.2019 kl. 09:18
Það var ljóst frá upphafi að marxísku skötuhjúin í Eflingu yrðu til vandræða enda var það markmiðið.
Efling er ekki verkalýðsfélag alls heimsins, hvað þá alræði öreiganna.
Misskipting auðsins verður sífellt trylltari og mannkynið býr nú við þá skipan mála að fámennur hópur eignast stöðugt meira af auðæfum veraldar og ríkir yfir heimi þar sem viðbjóðsleg meðferð á vinnuafli og stöðugt náttúruníð eru skipun dagsins.
Skrifaði Sólveig Anna sem er sannfærð um sögulegt hlutverk sitt / Eflingar.
Anna Sólveig sagði á youtube að hún væri yfirleitt mjög blóðþyrst og rosalega æst. Efaðist um að Fallöxin væri viðeigandi heiti á pólitík þeirra en framkvæmdastjórinn tilvonandi fannst það í lagi.
Mér finnst fallöxin vísa í hefð vestræns lýðræðis og upplýsingarinnar...franska byltingin, upphaf góðra vestrænna gilda. Franska byltingin hefði aldrei gerst án fallaxarinnar
Formaður Eflingar. Þetta er satt.
En er ekki betra að Eflingarfélagar gefi blóð af fúsum og frjálsum vilja? Blóðbankinn er að Snorrabraut 60.
Þjóðarsáttasamningarnir 1989 reyndust vel. Þá var engin uppfærður Karl Mars, Fallöxin né róttæki sumarháskólinn við samningaborðið, aðeins jarðbundið fólk með samskiptahæfni.
Þótt marxisti vilji verða formaður Eflingar er hann hann fyrirfram vanhæfur ef hann greinir á milli eigin skoðana og Eflingar. Kosning hans þýðirmekki að fólk vilji marxisma og rauða byltingu, ekkert frekar að félagar í Eflingu vildu taki á móti heilögum anda ef sá sem trúir á Jesús Krist yrði formaður Eflingar.
Benedikt Halldórsson, 25.10.2019 kl. 09:56
Leiðrétting.
Þótt marxisti vilji verða formaður Eflingar er hann ekki fyrirfram vanhæfur ef hann greinir á milli eigin skoðana og Eflingar.
Benedikt Halldórsson, 25.10.2019 kl. 09:59
Það vantar fólk með samskiptahæfni í Eflingu.
Þessi ríkisstjórn er með þeim lélegri en vegna einstakra hæfileika Katrínu og Bjarna tekst hið ómögulega.
Steingrímur Hermannson var góður sáttasemjari ásamt þeim sem komu að þjóðarsáttasamningum 1989.
Gvendur Jaki var frægur sáttasemjari sem flestir bára virðingu fyrir. Man þegar einn róttækur marxisti í hettuúlpu tókst að fá alla í frystihúsinu til að leggja niður vinnu. Gvendur Jaki kom, tók i nefið og talaði á mannamáli við fólkið og róttæknin rann af því og allir fóru aftur að vinna, nema marxistinn.
Benedikt Halldórsson, 25.10.2019 kl. 11:25
Eru það alveg einstakir hæfileikar að stela og selja auðlindir þjóðarinnar,og ásamt síbrotum á stjórnarskrá landsins???
Óskar Kristinsson, 25.10.2019 kl. 12:57
Það þarf mikla samskiptahæfileika til að halda lélegri ríkisstjórn saman.
Benedikt Halldórsson, 25.10.2019 kl. 13:37
Það er einstakt kæruleysi Stjórnvalda að líða óprúttnu íhaldi að svifta Ísland náttúruauðlindum sínum. Koma tímar og koma ráð,ég held bara í bráð. Þarna var ekki allt með felldu.
Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2019 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.