Blaðamaður með 400 þús. kr. á mánuði

,,Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun," segir formaður Blaðamannafélags Íslands og boðar verkfall.

Þrjár athugasemdir.

a. Taxtalaun eru eitt, raunlaun annað. Samkvæmt opinberum upplýsingum eru sumir blaðamenn með margföld grunnlaun. Tekjuspönnin er mun stærri í blaðamennsku en hjá öðrum fagstéttum. 

b. Blaðamennska er ekki lögverndað starfsheiti og getur tæplega orðið það, stangast á á við tjáningarfrelsið. Margir starfandi blaðamenn eru án háskólaprófs, byrjuðu ferilinn sem ,,dropp áts" úr framhaldsskóla. Einhvers staðar verða vondir að vera.

c. Blaðamennsku er oft og á tíðum ekki hægt að aðgreina frá skrifum samfélagsmiðla. Fagmennska lætur stórlega á sjá og er iðulega pólitískur umræðuvaki en ekki fréttaflutningur. Hvers vegna að borga fyrir það sem aðrir útvega ókeypis?

Neðanmáls: á dögum flokksblaða var blaðamennska kölluð ,,yndislegt hundalíf". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Það var einusinni að "kennari" væri ekki starfsheiti, heldur díagnósa.
Er það ekki eins með blaðamennskuna ?

Þórhallur Pálsson, 23.10.2019 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband