Mánudagur, 21. október 2019
Hitler í gríni
Nasismi og austurríski liðþjálfinn með Jesúkomplexinn ganga í endurnýjun lífdaga í bókmenntum og bíó. Þjóðverjar gerðu bíó úr bókinni Hann er kominn aftur og nú er sama upp á teningunum með bók Christine Leunens.
Kannski er Hitler orðinn nógu fjarlæg sögupersóna til óhætt sé að skemmta sér með hann í spéspegli. Annað kannski er að hann eigi erindi við samtímann þar sem frjálslynda heimskerfið er byggt var á rústum Evrópuveldis liðþjálfans stendur á tímamótum.
Hvort heldur sem er þá er ekkert sérstaklega viðkunnanlegt að sjá manninn með frímerkjaskeggið sem vinsælt menningarfyrirbæri. Má maður heldur biðja um Chaplin.
Nasisti sem drepur ekki kanínur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fæ óegeðistilfinningu þegar minnst er á Hitler og nasisma, þökk sé Kanasjónvarpinu og Combat sem gerði alla krakka í hverfinu svo fráhverfa Hitler og nasisma að við strákarnir veltum fyrir okkur hvort við ættum að láta mömmu eða lögguna vita ef við mættum þjóðverja.
Benedikt Halldórsson, 21.10.2019 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.