Hitler í gríni

Nasismi og austurríski liðþjálfinn með Jesúkomplexinn ganga í endurnýjun lífdaga í bókmenntum og bíó. Þjóðverjar gerðu bíó úr bókinni Hann er kominn aftur og nú er sama upp á teningunum með bók Christine Leunens.

Kannski er Hitler orðinn nógu fjarlæg sögupersóna til óhætt sé að skemmta sér með hann í spéspegli. Annað kannski er að hann eigi erindi við samtímann þar sem frjálslynda heimskerfið er byggt var á rústum Evrópuveldis liðþjálfans stendur á tímamótum.

Hvort heldur sem er þá er ekkert sérstaklega viðkunnanlegt að sjá manninn með frímerkjaskeggið sem vinsælt menningarfyrirbæri. Má maður heldur biðja um Chaplin.

 


mbl.is Nasisti sem drepur ekki kanínur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég fæ óegeðistilfinningu þegar minnst er á Hitler og nasisma, þökk sé Kanasjónvarpinu og Combat sem gerði alla krakka í hverfinu svo fráhverfa Hitler og nasisma að við strákarnir veltum fyrir okkur hvort við ættum að láta mömmu eða lögguna vita ef við mættum þjóðverja.

Benedikt Halldórsson, 21.10.2019 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband