700 vísindamenn gegn hamfaratrú á manngert veðurfar

Vísindamenn og sérfræðingar frá öllum heimshornum, samtals 700, skrifa undir yfirlýsingu um að engin rök standi til þess að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Nokkur atriði úr yfirlýsingunni:

  • Loftslag jarðarinnar tekur stöðugum breytingum og hefur gert frá ómunatíð
  • Litlu ísöld lauk á 19. öld og því eðlilegt að það hafi hlýnað síðan
  • Hlýnun er minni en reiknilíkön hafa spáð, enda reiknilíkönin ófullkomnar ágiskanir
  • Koltvísýringur, sem sagður er valda hlýnun, er forsenda lífs á jörðinni, aðalfæða plantna
  • Ekki hefur verið sýnt fram á að hlýrra loftslag valdi auknum náttúruhamförum
  • Loftslagspólitík verður að taka mið af vísindalegum og efnahagslegum staðreyndum

Þegar 700 vísindamenn og sérfræðingar senda frá sér yfirlýsingu um eitt mesta álitamál samtímans er ástæða að leggja við hlustir.

Vinstri grænir eru aðaltalsmenn hlýnunar af mannavöldum hér á landi. Áður en þeir villast meira í Grétu-fræðum er kannski ástæða til að spyrja um vísindaleg rök, að ekki sé talað um almenna skynsemi.

Trúarafstaða í loftslagsmálum leiðir til hörmunga. Og þær hörmungar eru sannanlega manngerðar.

 

 


mbl.is Fleiri mál en umhverfismál komast að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Trúarafstaða í loftslagsmálum leiðir til hörmunga. Og þær hörmungar eru sannanlega manngerðar."

Vel mælt, og viðeigandi á þessum fallega sunnudagsmorgni, nú þegar Katrín Jakobstóttir virðist stefna til helvítis með trúnni.

Guðmundur Jónsson, 20.10.2019 kl. 10:52

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Allir sem eru læsir vita að það er engin hamfarahlýnun i aðsigi. Ekki eftir 12 ár, ekki einu sinni eftir 20 ár. Það er spennandi að sjá hvað verður um Mr Sponsoros og aðra veðurfjárfesta sem fjárfestu í vinstri mönnum, sósíalisma, allskonar dellupólitík og stóru hamfarahlýnuninni.

Það var vel af sér vikið að dáleiða vinstri sinnað fólk í lið með sömu mönnum og voru í engu áliti og jafnvel kallaðir ræningjakapítalistar fyrir örfáum áratugum. Hvað breyttist? Þeim var lofað marxisma og miðstýrðum heimi án landamæra. "Allir" sem vildu fengu hlutverk og nú telja næstum "allir" í pólitík og menningu sem líta stórt á sig, að hamfarahlýnun sé á næsta leiti.

En það verður spennandi að sjá hvort komið verði á veðurhamfaraharðstjórn þar sem afneitunarglæpamenn fá makleg málagjöld fyrir þann glæp gegn mannkyninu að trúa ekki á hamfarahlýnun að hætti froðufellandi "menningarfrömuða" sem eru komnir af predikurum og embættismönnum langt aftur í aldir og finnst sárt að múgurinn sé hættur að hlusta og taka mark á umvöndunum og eilífum predikunum.  

Það hlakkar í okkur óbreyttum á plani. 

Benedikt Halldórsson, 20.10.2019 kl. 11:44

3 Smámynd: Óskar Kristinsson

Takk kælega Páll og gestir fyrir ykkar innlegg í efasemdirnar. Þetta sýnir vel hvernig hálfklikkað fólk í valdastöðum getur ruglað ákveðinn hluta fólks.

Óskar Kristinsson, 20.10.2019 kl. 12:31

4 Smámynd: Óskar Kristinsson

Er það ekki klikkað að vilja aflífa börn í móðurkviði fram að fæðingu

Óskar Kristinsson, 20.10.2019 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband