Fréttablaðið: Viðreisn til vinstri eða hægri?

Leiðari nýs ritstjóra Fréttablaðsins í kjölfar auðmannakaupa á útgáfunni tekur af öll tvímæli. Útgáfan er málgagn Viðreisnar.

Viðreisn er og verður smáflokkur sem leitar hófanna hjá öðrum flokkum til að eiga möguleika á stjórnaraðild.

Spurningin er aðeins hvort Fréttablaðið talar Viðreins til vinstri, í átt að Samfylkingu, Vinstri grænum og Pirötum eða hvort stefna sé sett til hægri þar sem Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur eru fyrir á fleti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég er ekki esb-sinni þannig að ég mun þá væntanlega ekki kjósa Viðreisn.

Hvar skilur á milli Viðreisnar og Samfylkingarinnar?

Jón Þórhallsson, 19.10.2019 kl. 18:49

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þorsteinn Pálsson hlýtur að taka sig til og skrifa fasta vikulega áróðurspistla í Fréttablaðið,eins og fyrr á árum en nú er kappinn einn af Viðreisnarsinnum.það heyrist ekki mikið í honum eða öðrum þorsteinum Esb-sinna,það er helst að þorgerður ybbi sig og minnir okkur Jón Þórhalls á hvað við ætlum ekki að kjósa; þ-flokkinn,það hafa svo mörg nöfn upphafsstafinn þ í nöfnum sínum; það eru mörg líkþorn í flokknum. Goða nótt!

Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2019 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband