XD á milli Samfó og Miðflokks

Sjálfstæðisflokkurinn festir sig í sessi sem stærsti smáflokkurinn, mælist ítrekað undir 20 prósent fylgi eftir orkupakkafíaskóið.

Síðustu tvær kannanir, er sýna Miðflokkinn annars vegar og hins vegar Samfylkinguna, sem næst stærsta flokkinn, leggja línurnar fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að velja á milli þess að halla sér í átt borgaralegra stjórnmála Miðflokksins eða sósíalisma Samfylkingar.

Stórir smáflokkar eiga fleiri valkosti en litlir smáflokkar.

 


mbl.is Samfylkingin mælist næststærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

VG er ekki með í næstu ríkisstjórnarmyndun samkvæmt þessari könnun en stutt er í hálfleik.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2019 kl. 13:49

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það eru bara vondir kostir í boði eins og Íslendingasögunum. 

Benedikt Halldórsson, 16.10.2019 kl. 14:04

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skiptir þetta máli?  Kjósendur eru virkjaðir og hvattir til þess að mæta á kjörstað, setja krossinn þar sem þeir telja málefnin sem þeir aðhyllast eiga stuðning.  Svo fer þetta allt í einn hrærigraut á þingi, kosningaloforð oftar en ekki svikin.  Þetta fyrirkomulag svarar varla fyrirhöfninni lengur.

Kolbrún Hilmars, 16.10.2019 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband