Mánudagur, 14. október 2019
Nató er deyjandi félagsskapur
Nató-ríkið Tyrkland herjar á Kúrda, sem vestræn ríki hafa samúð með. Nokkur Nató-ríki hafa lýst vopnasölubanni gagnvart Tyrklandi og Bandaríkin hóta viðskiptaþvingunum.
Nató er sem hernaðarbandalag á fallandi fæti. Aldrei var það sterkt á sviði diplómatíu. Ófriður Tyrkja á hendur Kúrdum mun flýta hnignun Nató.
Hernaðarbandalagið var stofnað í upphafi kalda stríðsins og gekk ljómandi vel á meðan óvinurinn var Sovétríkin og heimskommúnisminn. Eftir fall Berlínarmúrsins reynir Nató að umskapa sig sem verktaki hjá Bandaríkjunum í miðausturlöndum annars vegar og hins vegar ESB í Austur-Evrópu. Nató-ríkjum fjölgaði úr 12 í 29. Um leið verður hernaðarbandalagið sjálfu sér sundurþykkara, samanber háttsemi Tyrkja.
Gjaldfall Nató sést á aukinni umræðu um Evrópuher og áherslu Bandaríkjanna á tvíhliða hernaðarsamstarf, t.d. við Íslendinga.
Íslendingar þurfa að venjast þeirri tilhugsun að landið er á áhrifasvæði Bandaríkjanna en ekki Evrópu. Fíkjublaðið Nató duldi lengi vel þessa staðreynd en það fýkur með haustlægðinni.
Bandaríkjaher yfirgefur Sýrland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir hvert orð.
Benedikt Halldórsson, 14.10.2019 kl. 08:52
Sæll Páll,
Við ættum að vera fyrir löngu farin úr þessu ógnar- og öfgabandlagi NATO, svo og líka eftir alla þessa stríðsglæpi er NATO hefur staðið fyrir í Líbýu, fyrrum Júgóslavíu og Kosovo, nú og fyrir að hafa notað vopn eins og hvítan phosphorus (WP) sem er bannað er að nota á almennaborgara.
KV. Þorsteinn
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 14.10.2019 kl. 09:53
Viðskiptablaðið - Tyrkland úr NATO?
Tyrkland úr NATO ? - bofs.blog.is
Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2019 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.