Björnsskýrslan um EES er ástarjátning

Skýrsla Björns Bjarnasonar, í umboði Gulla utanríkis, um EES-samninginn, er ástarjátning, segja Norðmenn.

Engin ástæða til að andmæla því.

Spurning er aftur hvort Björn og Gulli séu dæmigerðir Íslendingar.


mbl.is Segir Íslendinga ástfangna af EES-samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við elskum EES-samninginn sennilega jafnmikið og þá þingmenn sem elskuðu ICEsave samninginn. Þá var dæmigerði Íslendingurinn metinn sem ískaldur bjáni. Sama staða er uppi í orkupakkamálinu.

Björnsskýrslan segir, að vegna þess að kommúnismi hafi verið orðinn "fastur hluti af þjóðlífinu" í Rússlandi, þá þurfti nauðsynlega að stofna Sovétríki í kringum hann. Eitt leiddi.. af þú veist.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2019 kl. 22:17

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Reyndar hvu skýrslubeiðnin hafa hljómað uppá kosti og galla samningsins, en nefndin mun ekki hafa haft tíma nema fyrir það fyrrnefnda.

Ragnhildur Kolka, 11.10.2019 kl. 22:20

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Íslensk stjórnvöld "elska" ekki EES-samninginn meira en svo að þau brjóta sífellt gegn honum. Ef honum væri framfylgt í þágu almennings fremur en sérhagsmuna, þá hefðu Íslendingar ástæðu til að "elska" hann.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2019 kl. 22:46

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, það átti að hafna orkupakkanum, eins og samningurinn gerir ráð fyrir að sé gert þegar ESB sendir tundurspillir inn í þjóðfélag okkar. Það er rétt hjá þér Guðmundur.

Þú lætur okkur kannski vita næst þegar þú hefur viðkomu í veruleikanum.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2019 kl. 23:11

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar Rögnvaldsson. Hvað áttu eiginlega við með þessu?

"Þú lætur okkur kannski vita næst þegar þú hefur viðkomu í veruleikanum."

Ég var að lýsa raunveruleikanum, sem er sá að íslensk stjórnvöld eru sífellt að brjóta þau réttindi almennra borgara sem þeir ættu að njóta samkvæmt EES-samningum. Ef það hefði hinsvegar farið verið eftir honum með neytendalán heimilanna í hruninu og eftir það, væri ekki til sá Íslendingur sem væri óánægður með það. Nema kannski nokkrir kverúlantar sem eru alltaf á móti öllu góðu fyrir almenning, sem er óþarfi að nafngreina.

Að sjálfsögðu hefði átt að nota ákvæði EES-samningins til að vísa orkupakkanum aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar og krefjast undanþágu. Erum við nokkuð ósammála um það? Eða er ég að misskilja eitthvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2019 kl. 23:28

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég átti við það Guðmundur að þú ert pírati og þeir lifa ekki í veruleikanum. 

Sjálfur Maastrichtsáttmálinn sem stofnaði Evrópusambandið var seldur og troðið ofan í kok allra þeirra þjóða sem samþykktu hann og samþykktu hann ekki á þeim forsendum að hann væri sóttvarnargirðing sem koma myndi í veg fyrir að áhættutöku einkageirans í eigin landi,  og jafnframt öðrum löndum líka, yrði smyglað yfir á herðar skattgreiðenda er þeirri evru sem í honum er var troðið ofan í kok þeirra þjóða sem neyddar voru til að taka upp mynt sem er ábyrgðarlaus, ríkissjóðslaus og peningalegur Frankeinstein elíta og tortímingarvél fullveldis þjóðríkja. Svo þegar áföllin sem hún framleiddi skullu á löndum evrusvæðisins, þá hélt þessi sóttvarnarhirðing auðvitað ekki, því hún var og er hrein lygi, og áhættutöku einkageirans í meira að segja öðrum löndum líka var hent yfir á herðar skattgreiðenda eins og Bjarni Brésnjéff vildi að gert yrði hér heima og allir firrtir þingmenn okkar líka.

Þú ert firrtur að halda að lagaverk Evrópusambandsins sem meira á skylt við lagaverk Sovétríkjanna og hæstarétt þeirra og sem byggir á lagaheimspeki sem féll niður til jaðar frá bjánum í Brussel sem eitt mesta illfylgi mannkynssögunnar, fyrir utan sovésku lagaheimspekina sjálfa, sé og geti nokkurn tíma orðið frjálsu fólki til meira gagns en þjóðfrelsisafurð okkar sjálfra. Þú ert þar með að lýsa þig sem án tengingar við veruleikann, sem er auðvitað sérsvið pírata sem allir sem einn virðast vera bjánar og trúa á galdraloft, sé hægt að troða því inn í tölvur kjána til að leika sér að.

Þú hefur gengið í þá lofttegund.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.10.2019 kl. 03:59

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar.

Ég hef um ævina verið skráður í marga stjórnmálaflokka og í þeim flestum hef ég fundið fyrir fólk sem er bæði veruleikafirrt og jarðbundið og allt þar á milli. Þó einn þeirra flokka sé sá sem þú nefnir er ekki beinlínis málefnalegt að vera með fordóma í minn garð vegna þess. Ekki frekar en ef ég segði að fyrst þú býrð í ESB sé ekkert marka neitt sem þú segir um þann málaflokk sem snýr að Evrópusamvinnu, eða vegna þess að þú værir miðaldra hvítur karlmaður eigirðu ekkert erindi í umræðu yfir höfuð.

Ad hominem er ekki rökræða heldur skítkast.

Eð þú sért að gera mér upp skoðanir eða röksemdir fyrir meintri afstöðu minni, sem eru aðrar en þær sem ég hef nokkurntíma sett fram með eigin orðum, er ekki heldur málefnalegt. Ekki frekar en ef ég héldi því fram að þú værir andvígur ESB eða EES samstarfi vegna þess að þú værir á móti ferðafrelsi og atvinnufrelsi og hræddur við útlendinga. Sem ég hef ekki hugmynd um hvort þú ert heldur er bara neft hér í dæmaskyni.

Að reisa strámann gerir viðmælandann ekki að þeim strámanni.

Eigðu annars góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2019 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband