Tyrkir berjast við hryðjuverkamenn, Kúrdar vilja þjóðríki

Vopnaður maður getur í senn verið hryðjuverkamaður og þjóðfrelsishetja. Tyrkir líta á vopnaða Kúrda sem ógn við þjóðaröryggi, vita að þjóðríkið Kúrdistan verður ekki til nema með landssvæði sem tilheyrir Tyrklandi.

Kúrdar, á hinn bóginn. telja að vopnaátök séu forsenda fyrir þjóðríki, og hafa líklega rétt fyrir sér þar. Vopnaður Kúrdi að berjast við tyrkneska hermann er þar af leiðandi þjóðfrelsishetja.

Afstaða annarra hlýtur að litast af því hvort það sé sanngjarnt eða ósanngjarnt að Kúrdar fái þjóðríki. Það er sanngjarnt.


mbl.is NATO hvetur Tyrki til að gæta hófsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Landið Kúrdistan má finna á landakorti frá 1920, vænn hluti af suðausturhluta Tyrklands - teygir sig með "rönd" í suðurhlutanum allt að Miðjarðarhafi.  Landamæri þess í norðaustri liggja að Armeníu.
Árið 1945 eru bæði þessi ríki horfin af sambærilegu landakorti innan landamæra Tyrklands.

Kolbrún Hilmars, 11.10.2019 kl. 12:47

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Tyrkir, Sýrlendingar og Kúrdar;

allir þessir hópar eru múslima-trúar;

þannig að öll þessi ÓÖLD  ætti að skrifast eingöngu á múslima-trúna.

Jón Þórhallsson, 11.10.2019 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband