Brexit: 3 ár, 3 vikur, 3 mínútur

Breska þjóðin ákvað í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016 að ganga úr Evrópusambandinu. Í Brussel var niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar hafnað, Bretar áttu ekkert með það að fara úr ESB. Punktur.

Í samningaviðræðum var tæknilegt viðfangsefni, landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, gert að óleysanlegum hnút. 

Nú segir forsætisráðherra Írlands að hægt sé að ná samningum um útgöngu, Brexit, á innan við þrem vikum. Hvers vegna hefur það ekki tekist í 3 ár?

Sá írski hefði allt eins geta sagt: það er hægt að leysa málið á 3 mínútum. Eina sem þarf er að viðurkenna einfalda pólitíska staðreynd. Breska þjóðin kaus Brexit.


mbl.is Telja samning mögulegan fyrir lok október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

ESB er ekki lengur sami hamarinn og við þekktum. Það er bæði búið að skipta um hamarinn og skaftið.

Nýja fólkið þolir ekki nei ef það var búið að sjá fyrir sér já. Brexit er dæmigert fyrir hinn sjálfselska anda sem svífur yfir vötnunum.

Þegar einhver sem er fylltur andanum kærir einhvern fyrir siðanefnd og niðurstaðan er ekki sú sama og kærandinn sá í anda, er siðanefndin ekki starfi sínu vaxinn, gott ef ekki siðblind.

Það er sama hvar borið er niður, vanþroskinn dafnar hjá ESB sem er að liðast í sundur og Sameinuðu þjóðirnar eru að verða gjaldþrota. 

Benedikt Halldórsson, 11.10.2019 kl. 08:28

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Aldrei í sögunni hefur önnur eins svikmylla gengið jafn lengi og loftlagssvikamyllan en "vísindamenn" með sponsor, sætta sig ekki við niðurstóðu sem þeir gáfu sér fyrirfram og "falsa" hana frekar.

Aldrei í sögunni hefur jafn miklu fé verið varið í lygar sem laðar eigingjarna að eins og flugur að ljósi. Svoleiðis fólk er aðeins á vegum sjálfs síns hvort heldur það er í vinnu hjá ESB eða Sameinuðu þjóðunum. Það aðlagar skoðanir sínar auðveldlega að Valdinu með veskið, "ég skal vera þinn Konni minn kæri Baldur" og tala þínu máli. 

Fólk sem kann að lesa sér hvað er í gangi. Í örvæntingu á að gera efa að glæp, jafnvel glæp gegn mannkyninu. 

Það eru "spennandi" tímar framundan. 

Benedikt Halldórsson, 11.10.2019 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband