Logi biður Trump um hermenn

Logi formaður Samfylkingar er alfarið á móti því að Trump Bandaríkjaforseti afturkalli hermenn frá Sýrlandi.

Lítið heyrðist í Loga þegar Obama og Clinton sendu hermenn upphaflega til Sýrlands, m.a. til að hrekja forseta landsins, Assad, frá völdum líkt gert var 2003 í Írak með hörmulegum afleiðingum.

Stríðsæsingamaðurinn Logi ætti að hugsa áður en hann talar. Einu sinni hlýtur allt að vera fyrst.


mbl.is „Hryllilegt ef Trump stefnir nú Kúrdum í voða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kúrdar hafa alltaf verið "útundan" þarna eystra.  Fyrir mörgum áratugum leyfðist þeim ekki að stofna eigið ríki og búsvæði þeirra var dreift á Íran, Írak, Tyrkland og Sýrland. USA átti engan þátt í því og getur lítið hjálpað nú með vopnavaldi.  Sameinuðu þjóðirnar eiga að hafa frumkvæði. 
Huggun þó hvað varðar svæðið í Sýrlandi að Erdogan, NATÓaðili, fær bágt fyrir frá Trump ef hann fer offari gegn Kúrdum þar.

Kolbrún Hilmars, 8.10.2019 kl. 13:11

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jerúsalem Post veltir fyrir sér hvort Kúrdar gangi í bandalag með Assas og Rússum.

https://www.jpost.com/Middle-East/Kurdish-Militia-in-Syria-Likely-to-Join-with-Assad-Putin-604027?fbclid=IwAR3vUc1fog2MPr0TbGXAHMTLXqRSUBg9D7w86UpcQNKyYWJk7FJaBrnzigE

Páll Vilhjálmsson, 8.10.2019 kl. 13:36

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kæmi mér ekki á óvart.  V-Evrópa hefur aldrei hjálpað þeim, og ekki einu sinni þá þegar hún gat eftir fall Ottomanveldisins og skipti upp landinu.  Rétt mátulegt að Rússar styðji þá nú.  En; þá er stóra spurningin - hvað verður um NATÓaðild tyrkja?

Kolbrún Hilmars, 8.10.2019 kl. 14:18

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sú staða gæti komið upp að Tyrkir færu að stríða við Kúrda studda af Sýrlendingum, sem eru jú að verja fullveldi sitt, og Rússa. Myndu Tyrkir leita til Nató eftir stuðningi? Ef svo, myndu þér fá stuðninginn?

Páll Vilhjálmsson, 8.10.2019 kl. 14:44

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

USA er valdamest í Nató. Trump hefur hótað tyrkjum efnahagslegu hruni ef þeir misnota hernaðarmátt sinn á þessum slóðum.  Svarið hlýtur því að vera nei - þar fá þeir ekki stuðning.

Kolbrún Hilmars, 8.10.2019 kl. 15:37

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Logi var bæjarfulltrúi á Akureyri þegar átökin hófust í Sýrlandi, var það ekki?

Er það venjan að sveitarstjórnarmenn beiti sér almennt í utanríkismálum?

Ómar Ragnarsson, 8.10.2019 kl. 18:13

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég treysti ekki aukateknu orði sem veltur upp úr Loga og Gulla - vegna sýndarmennsku. Menn sem ljúga því að þeir trúi á hamfarahlýnun og segjast "hafa áhyggjur" af Kúrdum eru sennilega bara að slá sér til riddara til að fá læk á facebook. 

Það er of mikið af yfirborðskenndu fólki í pólitík. 

Logi hefur ekkert vit á málum utan Akureyrar. 

Benedikt Halldórsson, 8.10.2019 kl. 19:25

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lagi vill bæði sleppa og halda. Nú vill hann að BNA beiti hernaðarmætti sínum þess á milli harmar hann afskiptasemi þeirra. En Samfylkingin hefur nú áður lagt blessun sína yfir hernaðarátök - eins og t.d. Lýbíu.

Ragnhildur Kolka, 8.10.2019 kl. 19:57

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ragnhildur Kolka lýsir hér ágætlega í fáum orðum tvískinnungi, tvöfeldni og hringlandi sýndarmennsku Samfylkingarinnar í utanríkismálum þjóðarinnar !

Gunnlaugur I., 9.10.2019 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband