Gréta og óttinn við afhjúpun

Gréta trúir á manngert veður. Hún er andlit og leiðtogi hamfarasinna, þeirra sem trúa að heimurinn sé um það bil að farast vegna loftslags af mannavöldum.

Svo eru hinir, sem ekki trúa á manngert veður, og telja að maðurinn hafi lítil sem engin áhrif á loftslag jarðarinnar.

Í grunninn eru þessir tveir hópar sem eru fylgjendur og andstæðingar Grétu Thunberg.

Hvor hópurinn skyldi óttast meira afhjúpun Grétu?

Svarið liggur í augum uppi. Trúarhópurinn skelfur á beinunum að sannfæringarmáttur sænska unglingsins gufi upp. Til að auka kynngikraf Grétu er hún gerð að fórnarlambi. Píslarvætti er einkenni trúarbragða.

Gréta er viðkunnaleg sænsk stúlka á röngum stað á réttum tíma. Eftirspurn er eftir mannkynsfrelsara og sú sænska er framboðið.

Gréta er fulltrúi þeirra afneita upplýsingunni. Kjarni upplýsingarinnar er að krefjast sannana fyrir staðhæfingum um heiminn. Trúin á manngert veðurfar byggir á spádómum um framtíðina, rétt eins og kenningar Jesú og Múhameðs. Raunveruleikinn sýnir að spálíkön trúarhópsins standast ekki.

Maður þarf ekki að vera snillingur til að sjá í hendi sér að allt mun þetta enda í tárum. En það má vona að Grétu verði ekki förnað. Hún fái að vaza úr grasi og verða fullorðinn þroskaður einstaklingur. Það er ekki fallega gert að gera ungling að mannkynsfrelsara.   


mbl.is „Feðraveldið að míga í brækurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Greta Thunberg á framtíðina fyrir sér, ekki örvæntingafulla fólkið í kringum hana sem hafa tekið út sinn þroska fyrir löngu, en eru þó eins og jafnaldrar hennar.

Benedikt Halldórsson, 6.10.2019 kl. 15:26

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...sem hefur tekið út sinn þroska...

Benedikt Halldórsson, 6.10.2019 kl. 15:27

3 Smámynd: Hörður Þormar

Þegar veðurstofan spáir fárviðri þá birtir hún viðvaranir og ráðleggur fólki að gera sínar ráðstafanir. Þó hefur hún ekki sannað að fárviðrið komi, bara leitt svo og svo miklar líkur að því.

Hvort væri nú skynsamlegra að láta trambólínin o.fl. laulega hluti bara liggja á sínum stað eða koma þeim í öruggt skjól?

Hörður Þormar, 6.10.2019 kl. 16:18

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ef veðurstofan væri sífellu að spá fárviðri sem aldrei kæmi, myndi engin taka mark á henni. Veðurstofa Íslands er marktæk. 

Það er sjálfsagt að vera við öllu veðri búinn en hin svokallaða "hamfarahlýnun" er bara tylliástæða til að hafa fé af fólki og grafa undan sjálfsforræði hverrar þjóðar sem þarf að lúta í gras fyrir valdhöfum sem engin kaus. 

Benedikt Halldórsson, 6.10.2019 kl. 17:54

5 Smámynd: Óskar Kristinsson

Þetta er auðvitað Hamfaraheimska

Óskar Kristinsson, 6.10.2019 kl. 18:07

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er sammála þér, Páll, að þessi móðursýki í kringum Grétu Thunberg, er augljós merki um trúarbrögð.

Ég er hinsvegar ekki sammála þér og finnst það móðgun við kristna trú, að leggja George Soros rekna vitleysuna í glópahlýnunarglópunum að jöfnu við kenningar Drottins Jesú Krists.

Ævafornir spádómar Biblíunnar eru nefnilega ótrúlega góð lýsing á ástandinu á jörðinni á 21. öldinni og ólíkt Thunberg-költinu, sem gerir ekkert annað en að lama fólk af ótta, gefa spádómar Biblíunnar von, þrátt fyrir að skafa ekkert utan af hlutunum í sönnum lýsingum sínum á ástandinu.

Dæmi (Jesaja 24. kafli):

1Sjá, Drottinn tæmir jörðina og eyðir hana, hann umhverfir ásjónu hennar og tvístrar íbúum hennar.

2Eitt gengur yfir prest og alþýðu, yfir húsbónda og þjón, yfir húsfreyju og þernu, yfir seljanda og kaupanda, yfir lánsala og lánþega, yfir okrarann og skuldunaut hans. 3Jörðin skal verða altæmd og gjörsamlega rænd, því að Drottinn hefir talað þetta.

4Jörðin viknar og kiknar, heimur bliknar og kiknar, tignarmenni lýðsins á jörðu blikna.

5Jörðin vanhelgast undir fótum þeirra, er á henni búa, því að þeir hafa brotið lögin, brjálað boðorðunum og rofið sáttmálann eilífa. 6Þess vegna eyðir bölvun jörðinni og íbúar hennar gjalda fyrir það. Þess vegna farast íbúar jarðarinnar af hita, svo að fátt manna er eftir orðið.

7Vínberjalögurinn sýtir, vínviðurinn visnar, nú andvarpa allir þeir sem áður voru af hjarta glaðir.

Dæmi um von, 2. Krónikubók 7. kafli:

13Þegar ég byrgi himininn, svo að eigi nær að rigna, og þegar ég býð engisprettum að rótnaga landið, og þegar ég læt drepsótt koma meðal lýðs míns, 14og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra.

Fyrirheit Krists í orði sínu (og Hann er sjálfur Orð Guðs) geta ekki brugðist og eina vonin fyrir mannkynið, er að snúa sér til Hans í iðrun. Þá mun öll jörðin verða grædd upp.

Málið leyst, byrjum núna, helst í gær.

Theódór Norðkvist, 6.10.2019 kl. 18:25

7 Smámynd: Hörður Þormar

Bændablaðið er merkilegt blað. Þar er m.a. skýrsla frá Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands þar sem greint er frá því hvernig afleiðingar ört hlýnandi loftslags eru þegar farnar að koma fram.

En þar er líka grein sem fjallar um það hvernig hægt væri að vinna gegn og jafnvel stöðva þessa þróun: Sækja blaðið (PDF)

Hörður Þormar, 6.10.2019 kl. 21:35

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Grétu skortir bæði vit og þroska til að vera leiðtogi heimsins enda ástæða fyrir því að lögræðisaldur miðast við 18 ár. Ef eitthvað, þá er hún frekar brjóstumkennanleg. Hún hefur verið rænd æsku sinni og sett í stellingar sem eru langt utan hennar skilnings. Hún hefur verið prógrameruð af öfgafólki sem svífst einskis.

Ég efast ekki um að hún sé skelfingu lostin, en það skrifast á reikning þeirra sem gera hana útaf örkinni. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera enda orðin lenska að stjórnmálamenn stilli sér upp umkringdir börnum sem tákn kærleikans sem þeir bera til kjósenda. Það er hrein misnotkun sakleysisins.

Ég segi bara fussum-svei.

Ragnhildur Kolka, 6.10.2019 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband