Frægð í útlöndum veit á sölu heima

Frægðin kemur að utan er gamalt og nýtt viðkvæði í fásinninu á Fróni. Snorri Sturluson sló í gegn í norskum konungsgarði á 13. öld og óð í kvenpeningnum hér heima þótt ekki væri hann vel bardagafær á öld sem mat vígfimi meir en orðlist.

Útgefendur bregða gjarnan á það ráð að auglýsa stórkostleg afrek höfunda sinna í útlöndum til að örva söluna hér heima.

Íslendingar eru stoltir og þykir til um upphefð landa sinna úti í hinum stóra heimi. En þegar sú tilfinning er misnotuð í markaðslegum tilgangi víkur stoltið fyrir kjánahrolli.


mbl.is Seld til sjö landa fyrir útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband