Laugardagur, 5. október 2019
Jurtaolíusósíalismi Sjálfstæðisflokksins
Jurtaolía blönduð í bensín átti að hægja á hamfarahlýnun. Lög voru sett, m.a. Íslandi í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig., um að pálmaolíu skyldi bætt í bensín. Framkvæmdin reynist katastórfa fyrir umhverfi og glóparnir sjá eftir framkvæmdinni, eins og Sigríður Á. Andernsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins rekur.
Jurtaolíuævintýrið er aðeins einn lítill angi af glópahlýnunarheimskunni sem tröllríða heimsbyggðinni með sænskan ungling í broddi fylkingar. Við verðum að gera eitthvað, BARA EITTHVAÐ, til að bjarga plánetunni frá tortímingu vegna hamfarahlýnunar af mannavöldum.
Eins og nærri má geta eru vinstrimenn og sósíalistar ákafir í trú á manngert veðurfar. ,,Öll pólitík verði hugsuð út frá loftslagsmálum," segir þingmaður Vinstri grænna.
Verra er að Sjálfstæðisflokkurinn er undirgefinn glópahlýnun. Gulli utanríkis talaði eins og þingmaður Vinstri grænna á fundi Sameinuðu þjóðanna. Sigríður Á. er undantekning enda missti hún ráðherradóm að kröfu Vinstri grænna.
En þetta eru vísindi, segja jurtaolíusósíalistarnir. Nei, þetta eru ekki vísindi, heldur hugmyndafræði klædd í búning vísinda. Nýlegt dæmi er vísindagrein um hækkun hitastigs í hafi í tímaritinu Nature. Greinin þótti stórfrétt enda renndi hún stoðum undir þá kenningu glópanna að hækkun hitastigs í lofti, sem ekki fannst, hafði farið ofan í hafið. En greinin var falsfrétt eins og tölfræðingurinn Nicholas Lewis benti á. Ákafinn að birta niðurstöður í takt við ráðandi hugmyndafræði ber sannleikann ofurliði.
Það eru til vísindamenn sem sjá í gegnum blekkingavefinn. Tim Ball er einn þeirra. Hann var dreginn fyrir dómstól vegna ærumeiðinga sem hann viðhafði um einn helsta vísindamann glópanna, Michael Mann.
Mann og aðrir álíka búa til spár um manngert veður. Reikniforritin gefa sér að náttúrulegt loftslag sé í jafnvægi og koltvísýringur vegna brennslu jarðefnaeldsneytis breyti loftslaginu. En bæði er að ekkert náttúrulegt jafnvægi loftslags er til og svo er hitt að það reiknilíkönin sýna ranga niðurstöðu ár eftir ár, eins og Roy Spencer loftslagsvísindamaður sýnir fram á.
Jurtaolíusósíalisminn er 21stu aldar útgáfa af slagorði bolsévikka í rússnesku byltingunni: öll völd til ráðanna. Öll pólitík er loftslagspólitík, segir þingmaður Vinstri grænna, sem vitnað var í að ofan. Eftir rússnesku byltinguna urðu til Ráðstjórnarríkin, öðru nafni Sovétríkin, sem ekki voru til farsældar, eins og flestir í Sjálfstæðisflokknum vissu - áður en bernskan tók yfir.
Athugasemdir
Fleira má nefna í þessu sambandi. Fyrir nokkrum misserum voru fjölmiðlar kallaðir að Bessastöðum þar sem mynda átti forsetann, umhverfisráðherra og fleira merktarfólk moka í skurð, til bjargar mannkyni. Hvert þeirra mokaði einni handskóflu í skurðinn og taldi það sig hetjur fyrir framtakið. Síðan skeði ekkert.
Það var svo fyrir nokkrum dögum síðan sem fjölmiðar voru aftur kallaðir á sama stað, nú til að mynda framkvæmdina sjálfa, þ.e. fyllingu skurðarins. Af þeim myndum má ráða að seint muni takast að búa til votlendi á þeim stað. Skurðurinn þegar orðinn nær fullur af náttúrulegum ástæðum en landið þó það þurrt að lítill vörubíll gat bakkað að skurðbakkanum og sturtað þar efni í skurðinn. Hvaðan það efni kemur et ekki sagt, en samkvæmt glópafræðunum hlýtur að vera mikil uppgufun gróðurhúsalofttegundum þar.
En þetta er auðvitað aukaatriði. Það skiptir ekki máli hvort aðgerðir skili árangri, hvort hægt sé að breyta valllendi í mýri. Það sem skptir máli er hvort einhver geti grætt á vitleysunni og auðvitað hvort einhverjum tekst að koma af sér mynd í fjölmiðls.
Mestu máli skiptir þó að vera "memm", að ögra ekki glópistunum!
Gunnar Heiðarsson, 6.10.2019 kl. 12:53
Áróðurinn um lofstagsbreytingar er slíkur að það eru ekki lengur sagðar fréttir af því sem er á skjön við stórasannleik spámannanna sem keppast um að spá fyrir um sem hryllilegastan heimsendi. Rangir spádómar eru aldrei dregnir til baka, rangar fullyrðingar (um pálmaolíu) sem ekki rætast eru ekki leiðréttar. Heimsendinum er bata frestað um 12 ár í senn og alltaf eru örfá ár í norðuríshafsleiðin verði greið sem þó er alltaf frosinn.
Það er ekki lengur hægt að þverfóta fyrir fólki sem telur sig vera einkonar Messías. Það heldur fjallræður og stólræður. Og tjáir sig allan ársins hring í áramótaávörpum að hætti forseta. Fréttir eru ekki lengur bara fréttir heldur linnulaus einhliða áróður. Öll menningin og alþingi eru með samstilltan heimsendaboðskap með örfáum undantekningum.
Það er sífellt verið að kenna fólki að efast ekki um góðan vilja bláókunnra manna út í heimi sem vilja mannkyni svo vel og vilja gera allt sem í þeirra valdi er til að koma í veg fyrir heimsendi - með hærri sköttum og miklu hærri orkureikningum. Þó er sama fólki kennt að fara ekki upp í bíl með ókunnugum og læsa útidyrahurðinni.
Sjávarborð hækkar sífellt hraðar - rangt
Bráðnun suðurskauts að verða óafturkræf - rangt
Heimshöfin hlýna hraðar og meira en ætlað var - rangt
Hlýnun hafsins hraðari og meiri en talið var - rangt
Hlýnun sjávar getur drepið sjötta hluta allra sjávarlífvera - og tunglið gæti sprungið
Hlýnar um 1,3 til 2,3 gráður á Íslandi næstu árin - vonandi
Heimshöfin hitna sífellt meira Taka í sig hita á við margar kjarnorkusprengjur á hverri sekúndu - andaðu í bréfpoka
Loftslagsbreytingar eru augljós sannleikur - segja Greta og Gulli
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af ástandi heimshafanna – Staðan er grafalvarleg - fyrir fjárfesta
Boðar aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga á Íslandi - skattleggja inn- og útöndun
Ótvíræðar niðurstöður Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (fyrir 6 árum)
Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi - ofugmælafrétt
Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu - án árangurs
Ég - þarf að endurhanna allt. Viðtal við Messías
Rödd heillar kynslóðar. Messías messar
Bein útsending: Engin störf á dauðri jörð
Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun - vísindafneitun? Ha?
Segir vinnubrögð ráðamanna í loftslagsmálum byggjast á sýndarmennsku - rétt
Benedikt Halldórsson, 6.10.2019 kl. 13:53
Svolítið um Gretu litlu Thunberg, sem ekki er á allra vörum. Svíi tínir til nokkrar staðreyndir hér um þennan grunlausa leiksopp hysteríunnar. Must see.
https://youtu.be/9Jpk8Ix1CCg
Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2019 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.