Fimmtudagur, 3. október 2019
Magnús veðurfræðingur: engin hamfarahlýnun
,,Hingað til hef ég ekki misst svefn eða haft áhyggjur af hækkun hita á jörðinni, enda tel ég ekki um neitt neyðarástand (bráðahættu) á því sviði að ræða," skrifar Magnús Jónsson veðurfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Veðurstofu Íslands.
Þeim fjölgar sem ofbýður dómsdagsrugl glópahlýnunarsinna.
Skógur bætir mannlífið, bindur koltvísýring og er gott mál í nær skóglausu landi.
Skógræktin breytir loftslaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Okkur vantar alltaf LÍNURITIÐ sem að sýndi 2 línur
Línu sem að sýndi meðal-hitastig fyrir árið í ár í Rvk,
og síðan aðra LÍNU sem að sýndi hitastigið árið áður
til samnanburðar.
Jón Þórhallsson, 3.10.2019 kl. 08:37
Ef maður gúgglar "nasa earth greening" þá finnur maður upplýsingar frá NASA sem sýna fram á að aukin koltvísýringur í andrúmslofti hefur jákvæð áhrif á vistkerfi jarðar. Jörðin hefur nefnilega grænkað síðustu áratugi.
Helgi Viðar Hilmarsson, 3.10.2019 kl. 10:47
Að horfa á fólk moka ofan í skurði og breyta nytjalandi í órækt á Íslandi er þyngra en tárum taki. Næst verður líkleg mokað ofan í Flóaáveituna.
Halldór Jónsson, 3.10.2019 kl. 10:49
Það er ósannað að CO2 valdi þeim skaða sem af er látið. Hamfarahlýnun byggir ekki á sönnunum en þó eru þeir sem "efast" ofsóttir eins og andkommúnistar í Sovét.
Það sem þó er ótrúlegast að yfirleitt er sleppt að tala um kosti CO2 sem eru ekkert smáræði. Mannkynin dafnar sem aldrei fyrr. Lífslíkur hafa aldrei verið meiri.
Allt er þveröfugt miðað við það sem veðurtrúin boðar. Uppskeran hefur aukist um 500% í Bandaríkjunum. Það er ekki bara vegna kynræktunar og efna. Bændur úða CO2 til að auka uppskeruna þar sem því verður komið við. Aukið CO2 dregur úr veðuröfgum. Ef allt væri með felldu væri ekki verið að hræða skólabörn sem aðeins er ávísun á kvíða og streitu.
Benedikt Halldórsson, 3.10.2019 kl. 12:40
Í viðtali í Morgunblaðinu í dag við Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, prófessors á Hólum, koma fram mjög athyglisverð sjónarmið sem sýna fram á hve loftslagsmálin eru flókin.
Ég vil bara nefna eitt atriði. Hún bendir á að mýrar gefi frá sér metan sem er 20 sinnum áhrifameiri gróðurhúsalofttegund heldur en CO2.
Væri ekki rétt að athuga það mál nánar áður en farið er að verja stórfé í að fylla upp í framræsluskurði?
Hörður Þormar, 3.10.2019 kl. 13:17
"Fyrirlestur Al Gore í Háskólabíói árið 2008. Hann var mjög sannfærandi þegar hann sýndi að skv. borkjörnum úr Grænlandsjökli hefði verið mikil fylgni milli hitastigs og magns CO2 í andrúmslofti. Nokkrum árum síðar kom fram að hann hefði átt að nefna að skv. sömu borkjörnum fólst fylgnin í því að fyrst hitnaði og svo jókst CO2. Væntanlega vegna þess að þegar höfin hlýna losa þau CO2. Þetta var ekki mjög trausvekjandi."
Eggið og hænan.
Haukur Árnason, 3.10.2019 kl. 13:21
Mér skilst að 80% aukinnar hlýnunar séu vegna stjarnfræðilegra ástæðna
=vegna þess að sólin er nær jörðu en venjulega.
20% aukinnar hlýnunar er vegna aukinnar losunar gróurhúsa -lofttegunda.
Jón Þórhallsson, 3.10.2019 kl. 13:44
jón Þórhallsson,af því þú kallar eftir línuriti um hita í Rvk. Minni ég á að Trausti Jónsson er með eldgamlaar upplýsingar um hita vítt og breytt um Ísland,langt aftur í 19,ándu öld,þótt reglulegar mælingar hafi ekki verið alstaðar,en greinargóðar fréttir voru skráðar um veðrið sem skipti atvinnuvegina svo miklu þá. Er mig nokkuð að misminna að sjórinn kringum Ísland hefur kólnað seinustu ár hve langt aftur man ég ekki,en því skyldi hann kólna halda kjör hitastigi fyrir fiskinn okkar án teljandi breytinga í losun þessara gróðurhúsalofttegunda héðan og löndunum hér vestur frá meginlandi Eur.
Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2019 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.