Þriðjudagur, 1. október 2019
Sigríður afhjúpar glópsku vinstrimanna
Vinstrimenn eru í stöðugri leit að sjálfsupphafningu og stökkva á tískusveiflur i von um pólitískan ábata. Sigríður Á. Andersen afhjúpar glópsku vinstrimanna sem fyrir fáeinum árum kröfðust, og fengu í lög, að bensín skyldi blandað jurtaolíu. Afleiðingin:
lög hreinu vinstri stjórnarinnar um endurnýjanlegt eldsneyti sem áttu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hafi þvert á móti aukið losunina, valdið stórkostlegri loftmengun í Asíu, auk þess að stuðla að eyðingu regnskóga, ógna líffræðilegri fjölbreytni og ýta undir vinnuþrælkun og illa meðferð á konum og börnum.
Og nú leggja vinstrimenn fram tillögu um að afturkalla eigin glópsku.
Munu þeir biðjast afsökunar? Ekki veðja á það.
Sigríður furðar sig á pálmaolíuviðsnúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á sama tíma gaspra menn hér á landi um að framleiða alla skipaoolíu á flotann okkar úr repju. Þar er samgönguráðherra duglegur að tjá sig.
Til að svo megi gerast þarf landsvæði á við allar sveitir Árnes og Rangárvallasýslna. Þar mun þá ekki verða framleidd matvæli að nokkru mæli.
Gunnar Heiðarsson, 1.10.2019 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.