Sigríður afhjúpar glópsku vinstrimanna

Vinstrimenn eru í stöðugri leit að sjálfsupphafningu og stökkva á tískusveiflur i von um pólitískan ábata. Sigríður Á. Andersen afhjúpar glópsku vinstrimanna sem fyrir fáeinum árum kröfðust, og fengu í lög, að bensín skyldi blandað jurtaolíu. Afleiðingin:

„lög hreinu vinstri stjórn­ar­inn­ar um end­ur­nýj­an­legt eldsneyti sem áttu að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda hafi þvert á móti aukið los­un­ina, valdið stór­kost­legri loft­meng­un í Asíu, auk þess að stuðla að eyðingu regn­skóga, ógna líf­fræðilegri fjöl­breytni og ýta und­ir vinnuþrælk­un og illa meðferð á kon­um og börn­um.“

Og nú leggja vinstrimenn fram tillögu um að afturkalla eigin glópsku.

Munu þeir biðjast afsökunar? Ekki veðja á það.


mbl.is Sigríður furðar sig á pálmaolíuviðsnúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Á sama tíma gaspra menn hér á landi um að framleiða alla skipaoolíu á flotann okkar úr repju. Þar er samgönguráðherra duglegur að tjá sig.

Til að svo megi gerast þarf landsvæði á við allar sveitir Árnes og Rangárvallasýslna. Þar mun þá ekki verða framleidd matvæli að nokkru mæli.

Gunnar Heiðarsson, 1.10.2019 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband