Blaðamannamótsögnin og pólitísk ríkisblaðamennska

Fyrir samfélagsmiðla þurfti blaðamann til að flytja texta frá heimild til lesenda og hlustenda. Eini vettvangurinn til að miðla textanum var fjölmiðlar. 

Samfélagsmiðlar kipptu fótunum undan bæði blaðamönnum og fjölmiðlum. Blaðamenn urðu því sem næst ónauðsynlegur milliliður milli heimilda og viðtakenda. Margar fréttir sem við lesum í fjölmiðlum eru afrit af fésbókarfærslu með fyrirsögn blaðamanns.

Eftirspurn er eftir sérþekkingu blaðamann þverr og fjölmiðlar standa höllum fæti. Mótsögnin er að textaóðum heimi eru blaðamenn lentir í stöðu prentara sem tæknin leysti af hólmi.

Blaðamennska var í öndverðu pólitísk túlkun á veruleikanum og lifði góðu lífi á dögum flokksblaða. Þessi tegund blaðamennsku er endurreist í miðlum eins og Stundinni og Kjarnanum. En þessir miðlar hanga á horriminni og biðja ríkið ásjár að niðurgreiða pólitíska blaðamennsku. Eins og það sé ekki nóg að ríkið haldi úti rammpólitísku RÚV. 

Ríkisblaðamennska jaðarmiðla bætir ekki opinbera umræðu. Jaðarmiðlarnir þvert á móti magna upp mesta ósið samfélagsmiðla; skjóta fyrst og spyrja svo.

 

 


mbl.is Verkfall blaðamanna „það eina í stöðunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Alveg rétt.

Eina leiðin til að fá "fréttir" af t.d. lofslagsmálum er ná milliliðalausu sambandi við sjálfsstæða og óháða vísindamenn sem segja það sem þeir telja satt og rétt eins og Ari fróði. En flestir - vísindamenn og blaðamenn - þurfa að þóknast þeim sem borgar launin og sá sem borgar launin vill ekki styggja velvildina sem reksturinn byggir á.

Benedikt Halldórsson, 30.9.2019 kl. 09:21

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Og þar fyrir utan er heimurinn ekki hliðhollur málfrelsi. 

Eitt rangt orð getur eyðilagt mannorð fólks. Fólk er hrakið úr vinnu. Það sem mátti segja fyrir örfáum árum má ekki segja í dag en það sem má segja í dag má ekki segja á morgun. 

Siðareglurnar eru í mótun og eru stöðugt að breytast eins og veðrið, eftir því sem vindar ofstækisins blása trúuðum í brjóst. 

-Það er mjög einfalt að losna við að vera kallaður rasisti. Ekki segja hluti sem falla undir skilgreininguna á rasisma.

Sagði háður blaðamaður. Nei, það er ekki einfalt að þurfa stöðugt að uppfæra duttlunga ofstækisins. Það er óbærilegt. 

-Það er mjög einfalt að losna við að vera kallaður afneitunarsinni á manngerða hamfarahlýnun. Ekki segja hluti sem falla undir skilgreininguna um afneitun á manngerðri hamfarahlýnun.

-Það er mjög einfalt að losna við að vera rekinn úr vinnu. Ekki segja hluti sem leiða til brottrekstrar. 

-Það er mjög einfalt fyrir blaðamann að halda vinnu sinni. Ekki segja hluti sem falla undir skilgreininguna á rasisma, afneitun á hamfarahlýnun né nokkuð það nokkuð sem gæti leitt til brottrekstrar.  

Benedikt Halldórsson, 30.9.2019 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband