Föstudagur, 27. september 2019
Áslaug rekur Harald með Hreini - hrunfólkið til valda
Hreinn Loftsson vill Harald ríkislögreglustjóra úr embætti. Áslaug Arna dómsmálaráðherra ræður Hrein sem aðstoðarmann.
Hreinn Loftsson var sem ungur maður aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar í forsætisráðuneytinu en gerðist handgenginn Jón Ásgeiri Baugsstjóra og gekk erinda hans gegn Davíð.
Með ráðningu Hreins veitir Áslaug Arna hrunfólkinu uppreisn æru.
Sjálfstæðisflokkurinn verður æ ljótari.
Eydís og Hreinn aðstoða Áslaugu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og nú á að endurskoða stjórnarskránna þótt viðurkennt sé að hún standist fínt. Eina breytingin verður sennilega að opna framsalsákvæðið, sem alltaf var markmiðið. Þá er opinn sjór til að sigla inn í ESB. Sennilega þykir það óþarfi að bera svoleiðis smámál undir þjóðina. Jamm. Sjálfstæðisflokkurinn verður ljótari með hverjum degi þótt maður héldi að ekki væri lægra lagst.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2019 kl. 20:41
Hrikalegt ástand hér í stjórnarfarsefnum.
Niður með þetta svikapakk í Sjálfstæðisflokknum sem hefur verið að misnota flokksapparöt og leiðitama þingmenn til að starfa þvert gegn samþykktum flokksins og hafa hrakið fjölda stuðningsmanna flokksins á aðrar slóðir, svo að nú er hann hrapaður niður í 18,3% fylgi!!
Jón Valur Jensson, 28.9.2019 kl. 02:16
Tek undir ykkar bölv og ragn. Og bæti sveiattan við.
Benedikt Halldórsson, 28.9.2019 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.