Föstudagur, 27. september 2019
Hálfvitaháttur úr hruni lifir enn
Miður gefna fólkið trúði að stjórnarskráin væri hrunvaldur og vildi nýja.
Stjórnarskráin er að stofni til frá 1874 og fylgdi þjóðinni frá fátækt til ríkidæmis, var ramminn um heildarlöggjöf okkar.
Stjórnarskráin hefur álíka mikið með hrunið að gera og veðurfarið.
Samt er teygt á lopanum í hálfvitahættinum og búið til ferli að breyta grunnlögum þjóðarinnar vegna taugaveiklunarræpu fáeinna.
Er ekki mál að linni?
Fleiri ánægð með stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar búið er að hamra á því nógu lengi að stjórnarskráin sé handónýt má gera ráð fyrir að einhverjir einfeldningar taki undir það. En hvað er fólk svona óánægt með - er aldrei spurt um það?
Hrædd um að þá yrði fátt um svör.
Ragnhildur Kolka, 27.9.2019 kl. 09:13
Að öllum líkindum hefur hún með lýðræðið að gera sem stækir kommar hatast við,en láta ekki uppi. Lykillinn að Stjórnarskránni er hjá Fjallkonunni sem Íslendingar hlýða á og heiðra hvern einasta þjóðhátíðardag.
Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2019 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.