Macron, samfélag og innflytjendur

Starfhæft samfélag verður til á löngum tíma. Fólk verður að þekkja sig í samfélaginu og almenna virðingu fyrir meginreglum og lögum þarf til að samfélag virki.

Á síðustu áratugum reyndu ráðmenn í Vestur-Evrópu að endurskapa sín samfélög með nær óheftum straumi innflytjenda. Afleiðingin var fyrirsjáanleg. Innfæddir hættu að þekkja sig í sínu samfélagi og virðing fyrir meginreglum og lögum þvarr - enda innflytjendur aldir upp í annarri menningu.

Macron forseti Frakklands virðist loks skilja einföld sannindi um mannlegt samfélag. Ráðandi rétttrúnaður, kenndur við fjölmenningu, byrgði honum sýn líkt og fjarska mörgum öðrum. Kannski að Eyjólfur hressist.


mbl.is Frakkar geta ekki tekið á móti öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fjölmenning er víðtækt hugtak og getur átt við marga þætti

t.d. eins og Jóga og Guðspeki sem að keppist við að leysa lífsgátuna.

Ekkert nema jákvætt í kringum það.

-------------------------------------------------------------------------

Er það ekki aðallega hin forna múslima-ómenningin

sem að er "skemmda eplið sem að eitrar út frá sér í epla-kassanum?".

Jón Þórhallsson, 25.9.2019 kl. 11:08

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Velferðarsamfélögin tókst að skapa með því að "temja" lýðinn, gera löghlýðinn og tillitssaman.  Þetta gekk nú svo sem ekki vandræðalaust fyrir sig - en hafðist þó svona nokkurn veginn.  Endursköpun samfélaganna, sem þú nefnir,  nú eða endurnýjun, reyndist svo svipuð því að hleypa refnum inní hænsnahúsið.  Hænsnin  kunna ekki lengur að verja sig...

Kolbrún Hilmars, 25.9.2019 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband