Sjálfskaparvíti Sjálfstæðisflokksins

Í orkupakkamálinu hagaði Sjálfstæðisflokkurinn sér eins og kerfisflokkur hallur undir Evrópusambandið. Forðum var flokkurinn breiðfylking borgaralegra afla.

Af ástæðum, sem enn hafa ekki fengist skýrðar, umpólaðist formaður Sjálfstæðisflokksins frá því að vera andstæðingar orkupakka 3 yfir í að styðja aðild Íslands að orkusambandi ESB.

Kerfisflokkar vinna bakvið luktar dyr. En það er lítil eftirspurn eftir slíkum flokkum enda stutt síðan heilt kerfi, fjármálakerfið, hrundi - á vakt Sjálfstæðisflokksins. 

Orkumál eru fullveldismál. Það varð morgunljóst snemma í umræðunni um 3OP. En kerfisfólkið í forystunni hlustaði ekki. Afleiðingin blasir við, 18,3% fylgi.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, athyglivert að meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapar 0,7% milli kannana tapar Miðflokkurinn 1%.

Má líka skoða í því ljósi að milli kannana tapar Sjálfstæðisflokkurinn 3,7% af því fylgi sem hann hafði í síðustu könnun en átrúnaðargoð bullutröllanna, Miðflokkurinn 7,7% af sínu.

Hvar eru nú allar spárnar um að Sjálfstæðismenn hrannist yfir á Miðflokkinn út af þessum orkupakka? Það er ekki annað að sjá en að vinstri- og miðjuflokkarnir séu að styrkja fylgi sitt, og studdu þeir ekki allir orkupakkann?

Meira dómadags bullið alltaf hreint!

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2019 kl. 17:11

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

1000 manna könnun. Ekkert að marka. Af hverju eru engar kannanir í Borginni lengur?

Guðmundur Böðvarsson, 23.9.2019 kl. 17:22

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn Siglaugsson fagnar sögulega langminnsta fylgi síns flokks, Sjálfstæðisflokksins, 1,3%, með því að grípa í gamalkunnugt hálmstrá: samanburðarfræðin!

Jón Valur Jensson, 23.9.2019 kl. 18:23

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

18,3% !

Jón Valur Jensson, 23.9.2019 kl. 18:24

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2240342/#comment3726599

Jón Valur Jensson, 23.9.2019 kl. 18:25

6 Smámynd: Hrossabrestur

þetta sígur svona jafnt og þétt niður og ætli Sjallinn verði ekki kominn niður undir 15% þegar verður kosið næst, allavega held ég að fáir óflokksbundnir kjósi Sjallann.

kv hrossabrestur.

Hrossabrestur, 23.9.2019 kl. 18:34

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann á sér aðeins uppreisnar von með nýrri forystu og fullveldistrúrri stefnu.

Jón Valur Jensson, 23.9.2019 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband