Áslaug A. og lægra suðumark óánægju

Áslaug Arna er dómsmálaráðherra eftir að tókst að framkalla óánægju með störf forvera hennar, Sigríðar Á Andersen. Núna sýður í óánægjuröddum með ríkislögreglustjóra og Áslaug Arna kallar hann á teppið.

Suðumark óánægju lækkar hin síðari ár. Tvær skýringar eru nærtækar, önnur almenn en hin sértæk. Almenna skýringin er sú að til muna er auðveldara en áður að koma óánægjunni á framfær. Fjölmiðlar birta gagnrýnislaust allt sem að þeim er rétt og kalla það fréttir. Samfélagsmiðlar margfalda áhrif falsfréttanna.

Sértækari skýringin er að með hruninu tapaðist tiltrú á stjórnvöld. Í andrúmslofti vantrausts er auðvelt er að magna upp óánægju og spila á þá mannlegu kennd að eyru fýsir illt að heyra. Og þegar einhver tapar stöðu sinni en annar sem fær. Áslaug Arna ætti að vita það manna best.

Ríkislögreglustjóramálið er prófsteinn á ráðherradóm Áslaugar Örnu. Ef hún gefur eftir hannaðri óánægju festir hún sig í sessi sem samfylkingarráðherra.  


mbl.is Ræddu opinskátt um stöðu lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Held að það sé rétt að spilling sé innan lögreglunnar og ég held að Ríkislögreglustjóri sé hluti þeirrar spillingar. Rassfarið í stólnum hans er orðið of djúpt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.9.2019 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband