Sunnudagur, 15. september 2019
Mótsagnir í skólastefnu: fjölbreytileiki er ađgreining
Skóli án ađgreiningar er stefna um ađ allir, burtséđ frá heilbrigđi, félagslegum ađstćđum, getu og hćfileikum fái sömu skólagöngu frá leikskóla í framhaldsskóla. Skóli fjölbreytileikans, á hinn bóginn, leggur áherslu á hve ólíkir nemendur eru ađ upplagi og fái atlćti til samrćmis viđ ađgreininguna.
Í ítarlegu viđtali viđ Gunnlaug Magnússon, lektor viđ háskólann í Uppsölum, svífur yfir vötnum sú hugsun ađ skólinn ,,búti til" ţessa eđa hina gerđina af fólki og skuli gera ţađ í nafni mótsagnakenndrar hugmyndafrćđi, sbr. skóla án ađgreiningar og skóla fjölbreytileikans.
En skólinn býr ekki til fólk. Leikskólakrakkar eru í öllum útgáfum og útskrifast úr framhaldsskóla í um ţađ bil sömu útgáfum 14-16 árum síđar. Ţekking og mannsbragur sem fólk tileinkar sér á ţessu aldursskeiđi umbreytir ekki einstaklingum, heldur ţroskar.
Á skólagöngunni menntast nemendur í námsgreinum sem ađ stórum hluta eru sígildar og byggja á lestri og reikningi. Samhliđa skólasókn ţroskast nemendur međ fjölskyldum sínum, í vinahópum, íţrótta- og tómstundastarfi og á vinnumarkađi ţegar ţeir eldast.
Enginn veit hlutföll menntunar og ţroska sem börn og unglingar sćkja í ólíka iđju. Ţađ liggur raunar í augum uppi ađ hver og einn lćrir sem hann hefur vit og vilja til. Hvort heldur viđ uppvaskiđ heima, á knattspyrnuvellinum, á afgreiđslukassa í stórmarkađi, í skátunum eđa heimspekiklúbbnum. Og vonandi eitthvađ smávegis í skólanum.
Menntun, skólaganga, er gerđ ađ vandamáli af fólki sem hugsar skólann í samhengi viđ ţá tísku í uppeldisfrćđum sem hverju sinni er uppi á pallborđinu í háskólum. Í lok síđustu aldar var ţađ skóli án ađgreiningar en núna fjölbreytileiki. Afleiđingin er mótsögn sem leggur lamandi hönd á skólastarf.
Viđ ćttum ađ leggja félagsfrćđihugtökin til hliđar, ţau eru hvort eđ er seinni tíma tilbúningur. Menntun og menning, aftur, eru međ okkur frá árdögum. Menning, sagđi Ţorsteinn Gylfason, er ađ gera hlutina vel. Og ţannig á skólamenning ađ vera.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.