Þjóðin, þingið og Brexit kreppan

Breska þjóðin ákvað í þjóðaratkvæðagreiðslu 2016 að gang úr Evrópusambandinu. Ekki var spurt hvort þjóðin vildi útgöngusamning eða ekki, aðeins hvort hún vildi vera í ESB eða standa utan.

Nú er látið eins og óhugsandi sé að fara úr ESB án samnings. ESB-sinnar í Bretlandi taka höndum saman við Brussel um að bjóða upp á samninga sem nánast ómerkja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Þjóðríki fara lifandi inn í Evrópusambandið en koma út dauð.


mbl.is „Ég mun hindra Boris í að brjóta lögin vegna Brexit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvernig í ósköpunum héldu menn að land eins og Bretland sem réði niðurlögum Napóleons, Hitlers og Mussolini, gæti verið í bandalagi með löndum eins og Frakklandi sem framleiddi Napóleon, Þýskalandi sem framleiddi Hitler og Ítalíu sem framleiddi Mussolini.

Hvað annað en nýtt og margfalt misfóstur halda menn að sé í framleiðslu hjá þessum misheppnuðu ríkjum meginlandsins einu sinni enn, og nú í Sameinuðu Hryllingsfabrikku Evrópusambandsins.

Bretland hefur aldrei verið í Evrópu. Meira að segja nýlendur Bretlands voru allt öðruvísi og betur reknar en nýlendur Frakka, Belga, Þjóðverja, Spánar og Portúgals. Það sést enn þann dag í dag á Suður-Ameríku, en þangað komu Bretar aldrei. Þeir voru í Norður-Ameríku og þar með talið Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Indlandi: allt saman velheppnuð lýðræðislönd í dag. Á meðan er Suður-Ameríka.. tja.. þið vitið hvernig, enn þann dag í dag.

ESB passar bara fyrir nasista, fasista og fallaxir. Tandurhein útópía, einu sinni enn. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2019 kl. 16:23

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þú (G.R.) gerir að mínu mati vægast sagt fullmikið úr sigrum Breta. 

Það er lífseig sögufölsun að Bretar eigi heiðurinn af sigrinum á Napoleon eftir að honum lánaðist  hið ótrúlega, ný flúinn úr Elbu-fangelsinu í feb. 1815, að smala saman í nýnjan her í heimalandinu og það aðeins  þrem árum eftir hrakfarirnar í Rússlandi 1812. Það er rétt að síðasti herleiðangur Napoleons endaði með ósigri. Aðalheiðurinn af  sigrinum við Waterloo í Belgíu í júní 1815 átti Prússneski herforinginn Blücher en ekki breski herforinginn Wellington.

Með fullri virðingu fyrir frammistöðu hins síðast- nefnda þá var hann við það að tapa orustinni er óvígur og mun stærri her Prússa birtist á sjónarsviðinu. Þurfti þá ekki að spyrja að leikslokum.

Her Prússa, en ekki Breta, hrakti síðan leyfarnar af her Napoleons  alla leið til Parísar þar seim Blücher tók borgina herskyldi.

Bretar hafa í gegnum tíðina líkast til aldrei unnið stórorustur hvað þá stórstyrjaldir nema með aðstoð stærri hervelda. Þó verður glæsilegur sigur Breta á “Flotanum ósigrandi“ ekki tekinn af þeim.  Einir og yfirgefnir urðu Bretar að láta í minni pokann fyrir okkur Íslendingum í þremur landhelgisstríðum, Gunnar minn, eins og frægt er orðið og lutu svo í gras á niðurlægjandi hátt fyrur okkur í fótbolta þar sem „við“ sendum þá lúpulega heim úr Evróðukeppni.  Svei mér þá þá sýnist mér að Bretar séu jafnvel betri í því að tapa en sigra.

Daníel Sigurðsson, 14.9.2019 kl. 02:14

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Að sjálfsögðu sigraði Napóleon sjálfan sig.

Það er fínt Daníel að fá, og það ofan í kaupið hér heima, fótgangandi sönnun fyrir því að í Evrópu eru hlutirnir aldrei afkláraðir. Nein nein, Bretar sigruðu ekki Napóleon, ekki eiginlega. Bretar sigruðu ekki þjóðverja í Fyrri heimsstyrjöldinni, ekki eiginlega. Það voru bankarnir, menntamenn og Gyðingar sem stungu okkur í bakið á erlendri grund. Svo ef að, ef að... ef að... Nú skal ég segja þér nokkuð væni minn; Við náum þessu næst, því við áttum sko skilið að sigra, líka í Síðari heimsstyrjöldinni!

Þú hljómar, Daníel, eins og Þjóðverji eftir tvo bjóra í dag, september 2019. "Við áttum skilið að sigra og við töpuðum ekki, við vorum sviknir. Næst munum við...  sjáið bara til..." 

Og það styttist óðum í að engan bjór þarf til að þetta verði hin opinbera lína Þýskalands. Það gerist yfirleitt á um það bil 80 ára fresti að Þýskaland fer í nýtt rassakast á Evrópu.

Meginland taparanna breytist aldrei. Þetta er því algjörlega vonlaust meginland þetta meginland taparanna í Evrópu - "A continent of losers" eins og einhver kallaði það. Kunna hvorki að sigra né tapa. Algjörlega hjálparvana og breytist aldrei. Stundar bara þykjustuleik þar til næst.. Ubermensch geta ekki tapað. 

Subbulegir engilsaxar með sinn subbulega og óreglubundna kapítalisma og sitt subbulega lýðræði geta ekki kennt okkur neitt... hvílíkur viðbjóður... og nú eru þeir ofaní kaupið að tæta nýjustu imperíal-hönnunina okkar í tætlur einu sinni enn, sjálft Evrópusambandið!

Ámótlegt. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.9.2019 kl. 07:12

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Gunnar minn, ég held það hljóti að vera tilviljun ef ég hefi, í innleggi minu hér að ofan, í raun hljómað  eins og Þjóðverji eftir tvo bjóra og það þótt ég hafi ekki séð mér annað fært en að nefna til sögunnar þann aðila sem átti stærstan hlut í sigrinum á Napoleon við Waterloo, sem sé Prússa en ekki Breta. Enda var ég þar með að hrekja með rökum og staðreyndum lífseigar sögufalsanir um meintan sigur Breta. Við lestur þíns inngangs, hér að framan, fæ ég ekki betur séð en að þú viðurkennir að hafa hallað réttu máli sem mérr finnst mjög virðingarvert af þér.

En svona að lokum, veistu nokkuð hvernig Þjóðverji hlómar eftir aðeins einn bjór en ekki tvo?

Daníel Sigurðsson, 14.9.2019 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband