Föstudagur, 13. september 2019
Grunsamleg fasteignaviðskipti
Síðustu tíu daga eða svo er grunsamlega oft sögð frétt af fasteignaviðskiptum. Af þessum fréttum að dæma eru blómleg fasteignaviðskipi á meðan landinn heldur að sér höndum í öðrum útgjöldum, t.d. bílakaupum.
Líklegt er að fasteignasalar hafi tekið lygara á leigu, almannatengil, til að koma fréttum á framfæri um að fasteignir seljist eins og heitar lummur. Tilgangurinn er að skapa ímynd um eftirspurn og viðhalda háu fasteignaverði.
Meðfylgjandi frétt gæti ekki ratað í fjölmiðil nema fyrir einbeittan ásetning fasteignasala.
Keyptu tvær íbúðir á um 400 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrirsögnin segi mér að þetta eru ekki góðir bisnessmenn, ég myndi aldrei kaupa íbúð á 200milljónir
Emil Þór Emilsson, 13.9.2019 kl. 13:17
Á Íslandi eru engar fréttir. Hinsvegar er til boðskapur fréttastjóra.
Júlíus Valsson, 13.9.2019 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.