Fimmtudagur, 12. september 2019
Hlýnun um 2 gráður er gott mál
Tveggja gráðu hækkun á hitastigi yrði gæfa fyrir Ísland en ekki hamfarir. Á miðaldahlýskeiðinu, sem ýmist er talið 900 til 1300 eða 1000 til 1200 var um tveggja gráðu hærri meðalhiti.
Á þessu skeiði fylltist Ísland af norrænu fólki. Við settumst að á Grænlandi og fáeinir reyndu fyrir sér með búsetu í Ameríku.
Að kalla það hamfarahlýnun þótt hitastig jarðar hækki til jafns við það sem tíðkaðist á miðöldum sýnir hve illa gáttaðir margir eru um gang náttúrunnar.
Vísindamenn, sem standa undir nafni, t.d. Roy Spencer, þreytast ekki á að benda á vitleysur glópahlýnunarsinna. En það eru miklir hagsmunir tengdir því að halda bábiljum að fólki. Eins og löngum áður.
Valkvæð túlkun á orðum mínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að hugsa sér að þurfa að bua við heilaþvegna glópatrúarríkisstjórn sem líklega sér þarna tækifæri á bak við tjöldin til að herða skattheimtuna á hendur þegnunum.Óli Björn styður þetta er það ekki?
Bjarni Ben hélt því fram á Alþingi að kolefnisgjaldið rynni beint til að greiða niður rafbílana fyrir þá ríku meðan við aumingjarnir borgum hærra eldsneyti á gömlu grammótíkurnar okkar því við höfum ekki efni á að kaupa rafbíla.Þetta er að hugsa um hag þeirra versta settu í kveri Sjálfstæðismanna.
Halldór Jónsson, 13.9.2019 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.