Hægt að ganga inn í ESB, en ekki út

Innganga í Evrópusambandið er möguleg en þjóðríki sem reynir að ganga úr sambandinu er dauðans matur.

Bresk stjórnmál eru sundurtætt eftir að breska þjóðin samþykkti að ganga úr sambandinu sumarið 2016.

Evrópusambandið leggur óreiðuöflunum í Bretlandi lið og gerði landamæri Írlands og Norður-Írlands að ásteytingarsteini. Hótunin er að kljúfa Bretland, gera Norður-Írlandi ókleift að vera hluti Bretlands.

Til lengri tíma litið þjónar það ekki hagsmunum ESB að beita kúgun og yfirgangi. Þetta vita þeir ósköp vel í Brussel. En örvæntingin um fullvalda Bretlandi vegni vel utan ESB er svo mikil að öllum ráðum skal beitt til að svíða breska jörð.

 


mbl.is Bresk stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð á Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég verð nú að segja að franski utanríkisráðherrann gerði bresku stjórnarandstöðuna að algjörum fíflum í sleikjuskap sínum við ESB. Ætla þeir að óska eftir að vera áfram í þjóðabandalagi sem vill ekki taka við þeim?

Veit einhver hvort Frakkland hafi neitunarvald í þessu máli, þ.e. ef þeir kjósa á móti því að Brexit frestast, má þá nokkuð ESB gefa áframhaldandi frest?

Annars finnst mér þeir stjórnmálamenn sem sögðu á sínum tíma að Ísland gæti gengið inn og út úr ESB bara eftir hentugleika og án nokkurrar mótstöðu, skulda íslensku þjóðinni skýringar.

Theódór Norðkvist, 8.9.2019 kl. 16:27

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

ESB er ofbeldissamband.

Benedikt Halldórsson, 8.9.2019 kl. 17:17

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Textabrot The EAGLES í laginu "Hotel California" á við um ESB.:" YOU CAN CHECK OUT ANY TIME YOU LIKE BUT YOU CAN NEVER LEAVE".......

Jóhann Elíasson, 8.9.2019 kl. 17:25

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekkert að marka franska utanríkisráðherrann. Hann lætur svona í augnablikinu en þegar bresku ESB-sinnarnir eru búnir að sleikja alla Brussel-skósólana þá gefa þeir náðarsamleg á eftir. Og ég segi nú ekki ef Boris þarf að biðja um frest. Inn. Gerðist við síðustu framlengingu þegar Macron var með slík latalæti og May var endanlega flött út. Frakkar hata Englendinga og njóta þess út í æsa að niðurlægja þá.

Ragnhildur Kolka, 8.9.2019 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband