Fimmtudagur, 5. september 2019
Eliza Reid forseti Íslands
Ef hvít buxnadragt Elízu Reid í Höfða í gær er tákn valdeflingar kvenna, líkt og gefið er til kynna í fréttinni, hlýtur Elíza að vera forseti eða gegna öðru valdamiklu embætti.
Varla gengur valdefling kvenna út á að næla sér í maka með völd. Má ekki gera ráð fyrri eilítið meiri metnaði hjá konum?
Fréttin um klæðaburð forsetafrúarinnar er dæmigerð fyrir fjölmiðlaumfjöllun gærdagsins. Móðursjúkir vinstrimenn gáfu tóninn um hvernig ætti að túlka heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og blaða- og fjölmiðlamenn fylgdu í humátt eftir. Kjánahrollur fyrir allan peninginn.
Sendi Eliza pólitísk skilaboð með dragtinni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.