Orkupakkinn breytir íslenskum stjórnmálum

Deilan um orkupakkann snýst um framtíðarsýn fyrir Ísland. Stuðningsmenn pakkans telja yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins, í gegnum EES-samninginn, æskilegt fyrir Íslendinga. Andstæðingar eru þeirrar sannfæringar að allar meginákvarðanir um íslensk málefni skuli teknar í Reykjavík en ekki Brussel.

Forysta Sjálfstæðisflokksins og þingflokkur talar eins og útþynnt útgáfa af Samfylkingunni sem barðist eftir hrun, og gerir enn, undir slagorðinu ,,ónýta Ísland". Þórdís iðnaðar sagði hreint út í útvarpsviðtali í vor að Íslendingar kunni ekki að setja reglur um raforku, ESB viti best. Fólk sem þannig talar gerir þjóðinni skömm til.

Frá heimastjórn, fullveldi og lýðveldisstofnun á síðustu öld bjuggu kynslóðir Íslendinga til samfélag sem þótti öfundsvert víða um heim. Skipulega er grafið undan þessu samfélagi með því að flytja forræði íslenskra mála til Brussel og gera okkur að hjálendu ESB líkt og við vorum ósjálfbjarga undir forræði Dana um aldir.

Afleiðingarnar af orkupakkadeilunni verða alvarlegir og djúptækari en af ESB-umsókn Samfylkingar. Nú bregðast þeir sem síst skyldi.


mbl.is Alþingi samþykki ákvæði um auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Í orkupakka málinu opinberast hið sanna eðli stjórnmálamannanna og flokkanna sem standa að ríkisstjórn Íslands. Sorglegt er að horfa uppá hvernig þeir sem maður hafði trú á að myndu standa vörð um íslenska hagsmuni hafa brugðist hver af öðrum og látið hagsmuni þjóðarinnar sig litlu varða.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.8.2019 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband