Breskt lýðræði, fordæmi fyrir Miðflokkinn, þjóðin hlustar

Bretland er vagga nútímalýðræðis. Þingbundin ríkisstjórn er framlag Breta til vestræns lýðræðis. Boris Johnson forsætisráðherra frestar þinginu og flæðir það síðan með lagafrumvörpum. Gagngert til að koma í veg fyrir að valdaklíkur á breska þinginu komi í veg fyrir lýðræðislegur þjóðarvilji nái fram að ganga, Brexit.

Borisarlexían fyrir Miðflokkinn er eftirfarandi. Það á að virkja allar leyfilegar heimildir þingbundins lýðræðis til að þjóðarvilji nái fram að ganga. Þingbundið lýðræði á Íslandi felur í sér að það má tala um mál til eilífðarnóns.

Miðflokkurinn berst fyrir þjóðarvilja í orkupakkamálinu. Meirihluti alþingis hagar sér eins og lokaður valdaklúbbur útvalinna og ætlar sér að samþykkja orkupakkann hvað sem tautar og raular.

Andsvar Miðflokksins er að beita þinglegum rétti að tala til eilífðarnóns, ef þurfa þykir. Krafan ætti að vera eftirfarandi: annað hvort verður orkupakkanum frestað eða boðað til þingkosninga.

Á meðan talar Miðflokkurinn. Þjóðin hlustar.


mbl.is Fer fram á frestun þings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst það alveg stórmerkilegt að enginn skuli hafa haft orð á þessu fyrr.  Í stjórnarskrá landsins er hvergi nokkurs staðar minnst á "þingsályktunartillögu" enda get ég ekki betur séð en að þarna sé um að ræða nokkuð sem er alveg kolólöglegt.  Fyrir það fyrsta gengur þingsályktunartillaga ÞVERT Á ÞRÍSKIPTINGU VALDSINS,sem stjórnarskrá landsins byggir á.  SAMKVÆMT STJÓRNARSKRÁNNI Á EKKERT EITT VALD AÐ GETA TEKIÐ ÁKVARÐANIR FYRIR ÞJÓÐINA, ÞESS VEGNA HÖFUM VIÐ ÞRÍSKIPTINGU VALDSINS.  ÞAÐ ÆTTI LÖGFRÆÐINGUR AÐ FARA YFIR ÞESSI MÁL.  Svo er nokkuð merkilegt að fara yfir það að ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUM hefur alltaf verið beitt þegar á að "keyra" mál í gegnum þingið, sem vitað er að eru umdeild og reiknað með að meirihluti þjóðarinnar er andvígur en einhverra hluta vegna, er með meirihluta í þinginu samanber umsóknina í ESB á sínum tíma og orkupakka þrjú núna....

Jóhann Elíasson, 28.8.2019 kl. 11:06

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú hefir lög að mæla sem fyrr kæri Pæall sem jafnan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.8.2019 kl. 11:08

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Tek undir með Páli Vilhjálmssyni:  "Annað hvort verður orkupakkanum frestað eða boðað til þingkosninga."  Á meðan eiga Miðflokksmenn að nýta sér heimildir til áframhaldandi umræðu. Gott mál eins og búast má við hjá Páli.

Gústaf Adolf Skúlason, 28.8.2019 kl. 13:23

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Alþingi var stofnað til að losna undan geðþóttavaldi smákónga sem nenna ekki að ræða málin. Þeir eru jú kóngar sem eru hafnir yfir útskýringar. Nú er tími til kominn eins og Páll segir að tala og tala þar til að þingmenn fatti að þeir voru EKKI valdir af alþjóðlegri valdaelítu, heldur af þjóðinni sem óskar eftir útskýringum í anda Alþingis en ekki haltu kjafti rökum smákónga.  

Benedikt Halldórsson, 28.8.2019 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband