Alþingi sem lokaður valdaklúbbur útvalinna

Meirihlutinn á alþingi, vinstriflokkarnir meðtaldir, lítur svo á að almenningi komi ekki við ,,samkomulag á þingi" er skuli standa ofar þjóðarhagsmunum. Hér eru endaskipti höfð á hlutunum.

Sitjandi alþingismenn ræddu ekki við þjóðina, fyrir síðustu kosningar, um að til stæði að samþykkja að færa útlendingum valdheimildir yfir náttúruauðlind landsins - raforkunni. Þar af leiðir eru þingmenn ekki með umboð frá þjóðinni að samþykkja orkupakka þrjú frá ESB.

Síðast þegar alþingi sniðgekk skýran og einbeittan þjóðarvilja og samþykkti ESB-umsókn 16. júlí 2009 fór illa. Umboðslausum meirihluta var hent öfugum út af þingi um leið og almenningur fékk til þess tækifæri í þingkosningum.

Meint samkomulag afgreiðslu orkupakka er einskins virði nema litið sé á alþingi sem lokaðan klúbb útvalinna er geti haft sína hentisemi og úthlutað fullveldi landsins til erlendra valdastofnana.

Samkvæmt stjórnarskrá eru þingmenn fulltrúar þjóðarinnar. Þegar alþingi er orðið að lokuðum valdaklúbbi og þess albúið að framselja forræði Íslendinga á náttúruauðlindum þjóðarinnar er komin gjá milli þings og þjóðar. 

Miðflokkurinn ætti að gera eftirfarandi kröfu í nafni þjóðarhagsmuna: annað tveggja verði orkupakka þrjú frestað fram yfir næstu þingkosningar eða að efnt verði þingkosninga þegar í stað til að þjóðin fái færi á að eiga tal við meinta fulltrúa sína. Kjósendur eiga ýmislegt vantalað við valdaklúbbinn á Austurvelli.


mbl.is „Maður veit aldrei hvað gerist í pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Barði Ólafsson

Það skal tuddast áfram og í gegn um Alþingi með OP3 þó þekkt sé að við vinnuveitendur þingmanna séum að stórum meirihluta á móti OP3..

Barði Ólafsson, 27.8.2019 kl. 21:42

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Á tyllidögum hafa nú formenn þessa flokka sem á Alþingi sitja

talað oft um að sum stærri mál mætti skoða með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvernig væri nú, þó ekki væri nema einu sinni, að standa við orðin.

Þeir þykjast vera svo lýðræðissinnaðir að það ætti nú ekki að vera mikið mál.

Við hvað eru þeir hræddir..?? Þjóðin ásamt forseta sýndi það og sannaði

að hún hafði meira vit en þingheimur á ICESAFE.

Látum þjóðina kjósa um þetta mál. Það væri það allra skynsamlegast í þessari

stöðu. Efast ekki um að hún mun komast að réttri niðurstöðu.

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.8.2019 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband