Mánudagur, 26. ágúst 2019
Orkusnaran um háls Sjálfstæðisflokksins
Orkupakkinn er kirfilega merktur Sjálfstæðisflokknum. Ráðherrar flokksins, Guðlaugur Þór og Þórdís, eru ábyrg fyrir viðkomandi málaflokkum og um leið helstu talsmenn samþykktar orkupakkans.
Málflutningur Guðlaugs, Þórdísar og forystu Sjálfstæðisflokksins er í hnotskurn sá að í fyrsta lagi sé orkupakkinn smámál, sem engu skiptir, og í öðru lagi að Ísland verði að samþykkja annars sé EES-samningurinn í uppnámi.
Vandinn við þennan málflutning er tvíþættur. Engar traustar heimildir eru fyrir því að EES-samningurinn sé í uppnámi þótt Ísland biðji um undanþágu frá pakkanum. Engir ábyrgðaraðilar EES-samningsins hafa komið fram og sagt að höfnun/frestun á pakkanum höggvi að rótum EES-samstarfsins.
Seinni þátturinn í vandanum er sýnu alvarlegri. Guðlaugur Þór, Þórdís og forysta flokksins segja orkupakkann smámál með þeim rökum að innleiðing hans hafi engin áhrif á lagningu sæstrengs til Íslands. En það liggur í hlutarins eðli að orkupakkinn, sem er samræmdar reglur ESB um flutning raforku yfir landamæri, hlýtur að tengjast lagningu sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Eini tilgangur orkupakkans er að auðvelda flutning raforku milli landa. Raforka verður aðeins flutt frá Íslandi með sæstreng.
Ef ráðherrar og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fá orkupakkann samþykktan á alþingi blasir við eftirfarandi veruleiki: ef einhverjir, hvort heldur útlendingar eða Íslendingar, taka upp á því að kanna möguleikann á því að leggja sæstreng til Evrópu verður litið á Sjálfstæðisflokkinn sem mesta lygalaup stjórnmálasögunnar. Smámálið, orkupakkinn, er allt í einu orðið að sæstreng, verður sagt. Og það með réttu. Ef við samþykkjum reglur um rafmagnsflutninga yfir landamæri er einboðið að fara verður eftir þeim reglum.
Hverju ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að svara?
Miðflokksmenn algjörlega óútreiknanlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður nú að segjast að Sigmundur Davíð komst ekki vel frá spurningum KK á Sprengisandi, nú um helgina, um viðhorf hans til EES. Hann virtist allsendis óundirbúinn þeirri umræðu.
Það breytir þó ekki að þversögnin í málflutningi Guðlaugs Þórs um orkupakkann er himinhrópandi en þar er SDG fastur fyrir sem klettur.
Ragnhildur Kolka, 26.8.2019 kl. 16:25
þessir þjónar Islensku þjóðarinnar eru að vinna að sínum hag. þenginn virðist ætla að átta sig á hvað þau eru að gera.
Erla Magna Alexandersdóttir, 26.8.2019 kl. 20:24
Svörin frá sjálfstæðisflokknum eru undantekningalaust LIGI. Það er augljóst að þetta lið er búið að tryggja sig með fjárfúlgu,vitandi að því hlítur að verða sparkað öllu út af þingi í kosningum komandi!!!
Svo verður bara að tjalda öllu til að koma þessum ees samningi fyrir KATTARNEF.
Óskar Kristinsson, 26.8.2019 kl. 20:37
Það er multimilljarða dollara andlegur þrýstingur á að "ráðamenn" í heiminum hlýði í loftslagsmálum sem og öðrum málum. Það er því til lítils fyrir kjósendur að spyrja ráðherra sína "hvað græðum við á'essu" enda ólíklegt að þeir viðurkenni að hafa orðið fyrir alþjóðlegu heimilisofbeldi en bullurnar eru með sameinuðu þjóðirnar, páfann, Macron og Trudeu í vasanum.
Í heimi þar sem Macron er Konni Valdabaldurs sem vill refsa fólki fyrir að vera í "afneitun" á hamfarahlýnun er fráleitt að láta sem íslenskir ráðherrar komist upp með að vera fulltrúar okkar án þess að verða undir valtaranum eins og hinir sem þó eru fulltrúar miklu stærri landa.
Benedikt Halldórsson, 26.8.2019 kl. 21:07
Já Óskar,þeir fá aldrei nóg næst er það orkan okkar,komum í veg fyrir það með öllum ráðum.
Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2019 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.