Bloggmiðill: ég hef skoðun, gemmér pening

Kjarninn er sex ára bloggmiðill. Miðillinn var stofnaður af fólki á vinstri væng stjórnmálanna til að auka vægi vinstriskoðana hér á landi. Allt í lagi með það. Við búum í lýðfrjálsu landi þar sem tjáningarfrelsi ríkir og hver og einn má hafa sína skoðun og láta hana í ljós.

Nema, auðvitað, maður sé kennari í Háskólanum í Reykjavík. Þá eru aðeins þær skoðanir leyfðar sem ekki móðga fólk, og viðurlögin eru atvinnumissir. En það er önnur saga.

Kjarninn birtir skoðanir eigenda sinna og starfsmanna auk þeirra skoðana sem falla að smekk útgáfunnar. Að þessu leyti er Kjarninn líkur öðrum bloggmiðli, Miðjunni, sem er einstaklingsframtak og hefur þær skoðanir sem gefa mest í aðra hönd hverju sinni.

Ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, skrifar afmælisgrein sem gengur út á að Kjarninn fái peninga frá almenningi, ríkissjóði, fyrir það eitt að hafa skoðun.

Nú þegar heldur almenningur uppi skoðanaverksmiðju sem heitir RÚV er framleiðir vinstriskoðanir - sérstök áhersla er á Trumphatur þessi misserin enda fellur það í kramið hjá baklandi RÚV. 

Tilfellið er að skoðanir eru ekki lengur læstar inni á fjölmiðlum liðins tíma sem ákváðu hvort og hvaða skoðanir skyldi birta. Netið, blogg og samfélagsmiðlar, gerir öllum mögulegt að viðra sína skoðun. Ríkið ætti ekki að styrkja skoðanaframleiðslu þar sem kappnóg er af henni.

Kjarninn og aðrir bloggmiðar, en einnig fjölmiðlar, eiga að lifa og deyja með sannfæringu þeirra er að þeim standa. Hvers virði er skoðun ef engin sannfæring er að baki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er nóg að borga prestum.

Í einni stólræðu Kjarnans taldi predikari að helstu mistök Ólafar Ragnars Grímssonar hafi verið að hafa ekki látið sér detta fyrr í hug að skrifa ekki undir lög. 

Í einni messunni söng predikari.

 "Það er mjög einfalt að losna við að vera kallaður rasisti. Ekki segja hluti sem falla undir skilgreininguna á rasisma."

Benedikt Halldórsson, 25.8.2019 kl. 16:13

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Hækkum útvarpsgjaldið ríflega og þeir lofa að vera hlutlausir.
Einfalt ekki satt?

Júlíus Valsson, 25.8.2019 kl. 18:39

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vinstri vængur pólitíkarinnar er svo laskaður að hann nægir að lenda í hlýrri vindorku þá bráðnar hann ans ok,ok bútur #3 með! Íslandi allt... 

Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2019 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband