Laugardagur, 24. ágúst 2019
Gulli glæri og Katrín heimóttarlega
Í lok Reykjavíkurbréfs dagsins segir af furðusamskiptum stjórnarráðsins við Bandaríkin síðustu daga.
En þá er það spurningin: Samþykktu ráðherrar hinna stjórnarflokkanna í ríkisstjórninni þessa einstæðu forgangsröðun forsætisráðherrans? Þá eru allir spurðir nema utanríkisráðherrann, sem hefur þegar tekið fram í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað neitt um málið. Enda málið á hans verksviði.
Gulli utanríkis vissi sem sagt ekkert um málflokkinn sem hann ber ábyrgð á. Ekki frekar en hann viti neitt um orkupakkann og orkusamband ESB. Og Katrín heimóttarlega hélt það væri allt í lagi að móðga Bandaríkin í þágu Vinstri grænna en á kostnað þjóðarhagsmuna.
Eftirhrunskynslóð íslenskra stjórnmálamanna heldur ekki máli. Drýldin - ég á mér draum, skrifaði eitt furðuverkið í fyrirsögn á Moggagrein í vikunni - en dómgreindarlaus: forysta móðurflokksins leggur 90 ára sögu að veði fyrir ,,smámál."
Tíu ár og nokkrum mánuðum betur eru frá hruni. Sá tími er kallaður grunnskólaaldur yngri borgara og ætlast er til að þeir kunni að lesa, skrifa og reikna að námi loknu. Er til of mikils mælst að stjórnmálamenn kunni pólitíska stafrófið eftir tíu ára nám?
Katrín reiðubúin að funda með Pence | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held ekki að þegar, eftir Hrunið, almenningur kallaði eftir nýju fólki til forustu hafi það búist við að uppskeran yrði með grasgrænuna enn á bakvið eyrun.
Þetta leikrit sem við horfum nú á er dæmigert fyrir vandræðaganginn sem reynsluleysið býður upp á. Handapat og höfuðhnykkir tifstjörnunnar (Halldór Jónsson á þetta) duga skammt þegar alvara lífsins blasir við.
Ragnhildur Kolka, 24.8.2019 kl. 12:28
Þeir sem stjórna á bakvið tjöldin hafa látið sitt fólk mótmæla komu hinna og þessa. Það þykir öllum í frjálsi landi alveg fráleit vitleysa. Málfrelsið er heilagt. En fólk venst vitleysunni eins og fjósalyktinni. Við hættum að taka eftir hversu galið það er að mótmæla komu fólks í frjálsum heimi. Það gerir engin nema vinnuhjú sem fá beina skipun um það enda í fullkominni andstöðu við íslenskar hefðir og ég tala nú ekki um íslenska sveitamenningu en það var alltaf tekið á móti öllum gestum með kostum og kynjum.
Við eru of fá og valdalaus til að mega við því að vera með stæla sem þjóna aðeins húsbændum sem toga í spotta í glóbalískum tilgangi. Ef það er ekki svo er alveg tilvalið að sýna öllum fyllsta kurteisi að íslenskum sið.
Benedikt Halldórsson, 24.8.2019 kl. 15:27
Hvernig kurteisi á að sýna fólki sem riðst inn á þjóðarheimilið og með valdheimildir sem það hefur náð í við kostningar stelur helming af aleigu Þjóðarinnar,til að færa í hendur glóbalista og annarra glæpona.
Nei takk það þarf með góðu eða yllu að reka þetta hyski út úr þinghúsinu.
Óskar Kristinsson, 24.8.2019 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.