Fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Veðmál Bjarna og framtíð Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Ben. veðjar á að orkupakkinn sé ,,smámál" sem engu skipti fyrir eina mikilvægustu náttúrauðlind Íslendinga. Á hinn bóginn tapar Bjarni veðmálinu ef sæstrengur til Evrópu kemst á dagskrá eftir samþykkt orkupakkans.
Vinni Bjarni veðmálið er enginn ávinningur. ESB-sinnar munu ekki flykkjast til Sjálfstæðisflokksins - þeir hafa Viðreisn og Samfylkingu. Aftur fær Miðflokkurinn sóknarfæri á sjálfstæðismenn sem telja fullveldið einhvers virði. Tapi formaðurinn veðmálinu er úti um hann sjálfan og fylgi flokksins hrynur enda yfirgengileg glópska að gefa ESB færi á náttúruauðlindum þjóðarinnar.
Sæstrengur virkjar allar valdheimildir ESB á Íslandi sem orkupakkinn færir Brusselvaldinu. Verði orkupakkinn samþykktur og einhver svo mikið sem nefnir sæstreng næstu misseri og ár er Sjálfstæðisflokkurinn algjörlega varnarlaus gagnvart ásökunum um að framselja útlendingum fjölskyldusilfrið. Það er búið að öskra varnaðarorð í eyru Bjarna og forystu flokksins. Það mun ekki þýða að veifa keyptum lögfræðiálitum um að það sé tvennt ólíkt að samþykkja ESB-reglur annars vegar og hins vegar fara eftir þeim. Ó, nei, fólk kann enn að lesa og greinir sölumennsku frá sannindum.
Bjarni setur pólitíska framtíð sína og flokksins að veði fyrir ,,smámál" þar sem engin von er um ávinning en veruleg hætta á stórkostlegu tapi.
Það er einfaldlega ekki heil brú í orkupakkapólitík Bjarna formanns. Því miður.
Málið fullskoðað og fullrætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Bjarni lítur svo að málið sé útrætt þýðir það að Sjálfsstæðisflokkurinnn þurfi ekki lengur á kjósendum að halda.
Benedikt Halldórsson, 22.8.2019 kl. 09:47
Qusling.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.8.2019 kl. 09:48
Tilgangurinn með Orkupakkanum er að brjóta upp Landsvirkjun og selja. Annað hvort í heild eða hverja virkjun fyrir sig.
Þessi umræða um sæstreng er bara til að dreifa athyglinni frá hinu, verður ekki hægt nema að hægt sé að brjóta upp samninga við Álverinn sem mun taka áratug eða tugi.
Haldið þið að BB sé algjör kjáni?
Jón Þór Helgason, 22.8.2019 kl. 14:08
Orkupakki er áhætta án ávinnings. Það eru skiptar skoðanir um hann.
Við vitum hvað við höfum en getum í besta lagi sloppið óskaddaðir með samþykkt OP3. Íhaldssemi á því að njóta vafans.
Hvort sem allt fer vel eða ekki, tapa kjósendur. Ef menn komast upp með ruddaskapinn munu ruddarnir ekkert læra. Ef allt fer á verri veg verður EES samningnum kennt um.
Þjóðaratkvæðagreiðsla er eina leiðin út úr ógöngunum.
Benedikt Halldórsson, 22.8.2019 kl. 14:25
HVER á Landsvirkjun í dag?
Kolbrún Hilmars, 22.8.2019 kl. 14:30
Sjálfsstæðisflokkurinn er að undirbúa eigin jarðarför.
Margir kjósendur hans hata að láta hafa vit fyrir sér og töldu D skásta kostinn. Þeir þola ekki vitringa sem hlusta ekki en eru sannfærðir um eigið ágæti, og að þeir hafi rétt fyrir sér! Það er offramboð af slíkum predikurum sem elska eigið ágæti.
Það eru ekki lengir sagðar fréttir af því sem er að gerast heldur er alltaf stöðugt verið að "frelsa" okkur á einhvern hátt. Öll menningin er undirlögð.
Þeir sem hlusta ekki misskilja allt sem sagt er. "Þú ert semsagt að segja..." nei, nei, við erum ekki að segja að við séum skyldaðir til að leggja sæstreng o.s.fr.v. Umræða við fólk sem hlustar ekki er þróast ekkert mánuðum og árum saman.
Margir sem töldu D skásta kostinn voru kannski til vinstri í æsku en fengu ógeð á vitringunum sem halda sömu stólræðuna alla æfi af því að þeir fatta ekki hvað þeir eru miklir kjánar.
Burt með svoleiðis lið af þingi.
Benedikt Halldórsson, 22.8.2019 kl. 15:04
Hann Bjarni er nú þekktur fyrir að leggja ískalt mat á hvað er bjálfum fyrir bestu og hafa vit fyrir þeim..
Halldór Jónsson, 22.8.2019 kl. 16:09
Bíddu bara eftir OP4, þá fyrst verður gaman af þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.8.2019 kl. 19:54
Svipað og hann gerði með ICESAFE Halldór..?
Þar var dómgreindarleysið í hámarki. Tilbúin
að setja Ísland á sama stól og með Grikkjum.
Get ekki séð að hann hafi nokkuð skerpst frá því
nema síður sé. Segi þeað vafningalaust.
Sigurður Kristján Hjaltested, 23.8.2019 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.