Miðvikudagur, 21. ágúst 2019
Orkupakkinn, millileikur til að finna sátt
Orkupakkinn er stærsta deilumál stjórnmálanna frá Icesave og ESB-umsókn. Ábyrgðarhluti er að bera málið atkvæðum á alþingi án þess að leita sátta.
Orkupakkinn, þessi nr. 3, var samþykktur á vettvangi Evrópusambandsins árið 2009, fyrir tíu árum. Af því leiðir er tími til að ígrunda málið betur í heild sinni. Ekkert liggur á.
Stjórnvöld gerðu vel í því að senda málið aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar, þar sem fulltrúar EFTA-ríkjanna (Ísland meðtalið) og Evrópusambandsins ræða lausn á málum er varða EES-samninginn.
Þessi millileikur útilokar hvorki að orkupakkinn verði samþykktur né að honum verði hafnað. En millileikurinn skapar frið til að vinna úr þeim álitamálum sem tengjast innleiðingu orkupakkans.
Ríkisstjórnin ætti ekki að snúa baki við tilboði um frið. Eitt meginhlutverk stjórnvalda er að stuðla að innanlandsfriði.
Athugasemdir
Ef ekkert annað býr að baki en það sem hefur komið fram er ekkert því til fyrirstöðu að fresta orkupakkanum um óákveðin tíma en...
Evrópa hefur gjörbreyst pólitískt til hins verra á nokkrum árum. Málfrelsi og lýðræði á undir högg að sækja. Allar skoðanir kjósenda sem falla ekki eins og flís við glóbalrassinn eru smátt og smátt að verða að glæp. Það tekur kannski áratugi að koma veraldlegu trúareinræði en dropinn holar steininn.
Nú skulu kjósendur hlýða skipun stjórnvalda skilyrðislaust. Það er svo hlutverk þeirra sem efast, að "sanna" að tilskipunin sé röng. Það er ógjörningur vegna þess að ekki er tekið mark á skoðunum kjósenda sem þurfa nánast að breyta vatni í vín og láta blinda orkupakkasinna fá nýja sýn.
Benedikt Halldórsson, 21.8.2019 kl. 14:58
Ef aðilar féllust á "vopnahlé" og svo skammur tími er til stefnu þá sting ég upp á að hann gilti fram að höfuðdegi sem er 29.ágúst.Þar sem það er í höndum ríkisstjórnar að senda OP#3 EES samninginn til EES nefndarinnar,samþykki þeir hléið, skoðast það eina sem mótmælendur geta treyst á; Engan ótrúverðugan loforðaflaum.
Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2019 kl. 21:16
Að sjálfsögðu það eina retta i stöðunni !
rhansen, 22.8.2019 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.