Miđvikudagur, 21. ágúst 2019
Trump, Rússar og herskáir frjálslyndir vinstrimenn
Vilji Trump var ađ friđsamleg samskipti yrđu á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Vinstrimenn og frjálslyndir, bćđi í Bandaríkjunum og Evrópu, mögnuđu upp Rússagrýlu um aldamótin til ađ knésetja Rússa og beygja undir vestrćnt forrćđi.
Vestrćn forrćđishugsun tröllreiđ höfuđborgum Evrópu og Bandaríkjanna. Innrás í fullvalda ríki á fölskum forsendum var dagskipunin: Afganistan og Írak og ríkisstjórnaskipti í Líbýu, Sýrlandi og Úkraínu.
Allt fór ţetta brölt illa og afhjúpađi heimsvaldaglópsku frjálslyndra og vinstrimanna beggja vegna Atlantsála.
Trump bauđ vitleysunni birginn og vildi friđmćlast viđ Rússa og hćtta hernađaríhlutun í fjarlćgum heimshornum. Frjálslyndir og vinstrimenn tóku sig saman, í samvinnu viđ fjölmiđla, og gerđu Trump ađ leikbrúđu Pútín Rússlandsforseta. Klifađ var á ţví ađ Trump hefđi orđiđ forseti međ hjálp Kremlarbónda. Allt reyndist ţađ ţvćttingur, samanber niđurstöđu Muller-rannsóknarinnar.
Kemst á sćmilegur friđur milli kjarnorkuveldanna Bandaríkjanna og Rússlands? Trauđla á međan ítök herskárra frjálslyndra og vinstrimanna eru enn jafn mikil og raun ber vitni.
Styđur endurkomu Rússa í G8 | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Nema hvađ. Ţessi orđ eru sannleikurinn sjálfur . Kommeríiđ og Gulli utanríkis eru enn andsetin af Rússagrýlunni vegna ţess ađ íbúar á Krímsskaga kusu ađ tilheyra Rússlandi en ekki Úkraínu sem Krúsjeff neyddi ţá í. Álíka og ef Grćnlendingar eru neyddir tilađ vera undir Danmörku ef ţeir vilja heldur verđa fylki í Bandarikjunum ţar sem ţeir hefđu ţađ árieđnalega betra en hjá Dönum,
Halldór Jónsson, 21.8.2019 kl. 08:41
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.