Almannatenglar selja aðgang að stjórnmálamönnum og fjölmiðlum

Fyrirtæki og einstaklingar kaupa almannatengla, sem eru með bakgrunn í pólitík og fjölmiðlum, til að fá aðgang að stjórnmálamönnum og ,,rétta" umfjöllun í fjölmiðlum.

Almannatengill, stundum kallaður lygari til leigu, selur þjónustu sína hagsmunaaðilum í skjóli leyndar. Engar reglur eru um hagsmunaskráningu almannatengla sem komast upp með valsa um víðan völl, t.d. í fjölmiðlum, án þess að gefa upp hver keypti þá.

Löngu tímabært er að stjórnsýslan setji skýrar reglur um samskipti við almannatengla.


mbl.is Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lobbyismi er starfsheiti í BNA, þ.s. menn þurfa að skrá sig til starfsins. Þeir vinna málum fylgi, hafa áhrif á löggjöf og koma á tengslum. Gríðarleg aukning fyrrverandi þingmanna (allt að 85% þeirra sem láta af þingmennsku) hefur orðið í hópnum síðan 1990. Talað hefur verið um að banna fyrrverandi þingmönnum að taka þátt í þessari starfsemi í ákveðinn tíma eftir að þingmennsku lýkur vegna vitneskju sem aflað hefur verið innan þingsins. Engu að síður er lobbýismi löglegt starf og erfitt að sjá að hægt sé að banna fólki að vinna málum fylgi. 

Það er hins vegar nýjung á Íslandi að fyrirtæki séu stofnuð um slíka starfsemi og kemur hinum almenna borgara nokkuð á óvart.

Ragnhildur Kolka, 19.8.2019 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband