Sunnudagur, 18. ágúst 2019
Kata Jakobs kjánast á hálendinu
Jökullinn Ok var kvaddur á forsíðu Morgunblaðsins árið 1960, fyrir 59 árum. Þar segir m.a.
Myndin hér til hliðar sýnir vel hvernig komið er fyrir Okinu. Jökullinn hefur eyðst svo mjög að gígurinn er orðinn auður nema í botninum og er hann nú fyrir utan fönnina.
Kata Jakobs gerir sjálfan sig að kjána með því að fara að Ok árið 2019 og láta eins og heimsendir sé í nánd vegna jökuls sem hvarf af náttúrulegum ástæðum fyrir bráðum 60 árum.
![]() |
Okjökull kvaddur með viðhöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Greinilegt er að "gluggaskrautið" er ekki betur að sér
í Íslandssögunni, menntaskólagenginn, að hún
veit ekki betur greyið.
Mikið væri nú gott ef þetta fólk léti sig
hverfa með jöklinnum. Fólk sem ekki veit sína
þjóðarsögu hefur ekkert með það að gera að
láta Íslendinga líta út eins og hálfvira að því
að það veit ekki betur.
Svo einfallt er það.
Sigurður Kristján Hjaltested, 18.8.2019 kl. 19:05
Maður getur alltaf á sig blómum bætt segir hún Kata litla tindilfætt.
Ragnhildur Kolka, 18.8.2019 kl. 19:17
Meiru kjánarnir sem þetta eru !
Hvað ætla þau að gera þegar OK kemur aftur ? Önnur ferð til að halda upp á það !
Birgir Örn Guðjónsson, 18.8.2019 kl. 22:55
Árið 1939 hopuðu jöklar á Íslandi vegna hamfarahlýnunar. Það fór að kólna aftur með p-pillunni upp úr 1960.
Jöklarnir minnka. Sporðar Sólheimajökuls hafa stytzt um 370 og 426 metra á áratug Jöklar hér á landi hafa nú um nokkurt árabil farið til muna minnkandi. Valda því snjóléttir vetur og hlý sumur hina síðari áratugi. Um miðja 19. öld gengu jöklar á íslandi mjög fram og færðust í aukana, að talið er, en um aldamótin síðustu og upp úr þeim tóku þeir að minnka aftur, og langmest hafa þeir látið á sjá seinustu fimmtán árin.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=56279&pageId=998875&lang=is&q=jöklar%20á%20íslandi
Árið 1962 eru jöklarnir enn að hopa. En það vara engin hystería um heimsendir framundan.
„Ég fór líka þetta fyrsta sumar vestur á Snæfellsnes og setti merki við Snæfellsjökul. Gígurinn, sem Jón Loftsson hefur látið taka vikurinn úr, var þá fullur af snjó, og það var hægt að ganga beint af vestari gígbarminum út á jökulinn. Nú hefur þetta breytzt mikið, og jökullinn þynnzt svo mikið, að til þess að komast af gígnum yfir á jökulinn, verður að klífa niður 60—80 metra djúpt gil."
,— Geturðu nú að lokum sagt mér hvað Sólheimajökull hefur dregið sig mikið í hlé? „Á þessum 32 árum, sem ég hef fylgzt með honum hefur hann stytzt um rúman kílómeter, eða nánar tiltekið um 1041 meter.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=112071&pageId=1346856&lang=is&q=að%20að%20Geturðu%20nú%20að%20lokum%20sagt%20mér%20hvað%20Sóiheimajökull%20að
Hvers vegna hopa jöklar? Árið 1953 var það vegna þess að...
Á seinustu áratugum hefir veðrátta hlýnað um fáeinar gráður og hefir þetta haft í för með sér mikla bráðnun jökla, einkum sunnan í móti, gengt sól og suðri. Hafa jöklar því bæði styzt og þynzt iil stórra muna á seinustu árum.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=240772&pageId=3281199&lang=is&q=bráðnun%20jökla
Einmitt. Það skiptist á kulda og hitaskeið án synda mannsins. Það mun engu breyta þótt komið verði á miðstýrðu alheimsveldi. Það mun ekki milda veðurguðina þótt ráðherra gráti leggi krans á Ok heitinn. Blessuð sé minning hans.
Benedikt Halldórsson, 18.8.2019 kl. 23:08
Aumir stjórnmálamenn sem geta ekki leyst nein jarðbundin vandamál telja sig hæfa til að leysa ímynduð vandamál.
Jafnvel þótt hamfarahlýnun eins og hún er boðuð væri ekki bara ímyndun er engin leið að lækka hitan á jörðinni til að koma í veg fyrir boðaðan heimsendi árið 2030. Hins vegar býður "vandinn" upp á margar þotuferðir fram og til baka, mútur, eilíf fundahöld við merkikerti heimsins á kostnað skattgreiðanda.
Auðvitað vita allir að engin hætta er á ferðum en sá sem hefur logið að sjálfum sér og öðrum alla æfi er ekki í nokkrum vandræðum með að bæta enn einni lyginni við sem gefur vel í aðra hönd, plús stanslaus partí og skemmtiferðir.
Benedikt Halldórsson, 19.8.2019 kl. 03:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.