Laugardagur, 17. ágúst 2019
Píratar klofna vegna orkupakka
Píratar felldu tillögu um að orkupakkinn færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Smári McCarthy þingmaður sagði tillöguna vera ,,meiri æfing í skrílræði en lýðræði."
Til skamms tíma voru Píratar almenn fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum. En dæmið snýst við þegar þeir sjá fram á að vera í tapliðinu, þá er þjóðaratkvæði ,,skrílræði."
Sumir Píratar eru aftur fylgjandi nýrri stjórnmálahreyfingu sem vill orkupakkann í þjóðaratkvæði.
Athugasemdir
Það er nokkuð merkilegt að á pírataspjallinu talar enginn um innihald pakkans, hvort hann sé kosti eða galla.
Einungis verið að velta fyrir sér hvað sé mest "píratalegt".
Gunnar Heiðarsson, 17.8.2019 kl. 21:23
Með því að samþykkja Orkupakkann er ekki aftur snúið. Ef honum er hafnað núna geta kjósendur skipt um skoðun seinna. Hvað liggur annars á? Hvað er í húfi? Veit það einhver?
Getur verið að heimsendirinn árið 2030 hafi áhrif? Er ekki langbest að leyfa hysteríunni sem er í anda galdratrúar á miðöldum að fjara út. Eftir 12 ár munu allir sjá að hamafarahlýnunin var bara haugalygi sem fór úr böndunum.
Benedikt Halldórsson, 18.8.2019 kl. 04:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.