Laugardagur, 17. ágúst 2019
Rósa B. fékk kennslu, - og móðgaðist
Arnar Þór Jónsson dómari hélt stutta kennslustund á fundi utanríkismálefndar alþingis. Kjarninn er þessi: ef Ísland samþykkir orkupakka þrjú verður landið hluti af orkusambandi Evrópu, European energy union. Orkusambandið er byggt upp á 5 þáttum. Einn af þessum fimm þáttum er svohljóðandi:
Samhæfður innri orkumarkaður er tryggir frjálst flæði orku í ESB með nauðsynlegum innviðum án tækni- eða reglugerðahindrana.
(A fully integrated internal energy market - enabling the free flow of energy through the EU through adequate infrastructure and without technical or regulatory barriers)
Arnar Þór benti á hið augljósa, að Ísland verði að hlíta markmiðum, lögum og reglum Evrópusambandsins í orkumálum ef við tækjum upp orkupakka 3. Fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum er þar með farið til Brussel.
Rósa B. þingmaður sagði kennslu Arnars Þórs ,,bara mjög móðgandi". Eins og aðrir orkupakkasinnar vill Rósa B. trúa því að orkupakkinn sé þýðingarlaust smámál og bregst ókvæða við ef hlutirnir eru sagðir eins og þeir eru.
Þetta er bara mjög móðgandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áfram heldur þetta fólk svo að tuggast á að OP3 hafi ekkert með sæstreng að gera eins og það hafi aldrei heyrt að dagur kemur á eftir nótt. Þarna er vísvitandi verið að búa sér til strámann.
Enginn orkupakkaandstæðingur hefur í mín eyru sagt að OP3 fjalli um sæstreng en allir gera þeir sér grein fyrir að pakkinn er hengilásinn á hlekkjunum sem halda okkur frá yfirráðum auðlinda Íslands.
Arnar Þór er kurteislega að benda á þetta og hofróðurnar móðgast.
Ragnhildur Kolka, 17.8.2019 kl. 10:57
Þegar veruleikinn er óþægilegur er bara skipt yfir í þægilegri orð. Fóstureyðing verður getnaðarvörn. Ólöglegir innflytjendur verða óreglulegir innflytjendur.
Utanríkis gerir ömurlegan samning fyrir hönd Íslands upp á 36 blaðsíður í Marokkó. Þess vegna verða til frasar eins og "skiptir ekki máli" og svo eru þægilegir "fyrirvarar" en aldrei er talað um kjarna málsins. Af hverju að skrifa undir? Sama Orwelskan þegar OP3 er kynntur. Frekar en að tala um kosti og galla er málið sett í rósrauðan felubúning, um fyrirvara og smámál sem engu máli skipti og að ekki verði lagður sæstrengur - einmitt af því að það verður lagður sæstrengur og hér er stórmál á ferðinni.
Næst þegar Arnar Þór talar íslensku við þingmenn væri kannski gott að hafa áfallateymi með.
Benedikt Halldórsson, 17.8.2019 kl. 14:26
Rósu B. verður ekkert kennt ..og ekki öðrum vinsti meyjum heldur ,sem hvorki skilja eða vita , i hvað flokki sem þær eru !
rhansen, 17.8.2019 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.