Föstudagur, 16. ágúst 2019
Orkupakkinn og tvær blokkir á Norður-Atlantshafi
Með hörðu Brexit tapar Evrópa Bretlandi í hendur Bandaríkjamanna, skrifar áhrifavaldur í breskan fjölmiðil. Bandaríkin vilja eignast Grænland. Dæmin tvö segja okkur að stórveldapólitík á Norður-Atlantshafi tekur hamskiptum þessi árin.
Orkupakkinn tengir Ísland beint við orkustefnu/orkusamband meginlands Evrópu, þar sem ESB ræður ríkjum. Orkupakkinn er þess vegna ekki aðeins lögfræðilegt álitamál eða innanríkispólitík á Fróni heldur stórpólitískt viðfangsefni.
Ísland gæti staðið frammi fyrir að velja á milli tveggja blokka á Norður-Atlantshafi: Bandaríkjanna og Evrópusambandsins-Rússlands. Við höfum reynslu af Bandaríkjunum, þau hersátu Ísland, samkvæmt samningi, í 65 ár án teljandi vandræða fyrir fullveldi okkar og sjálfsstjórn. Reynsla okkar af Evrópusambandinu er miklu verri. Í 25 ár reynir ESB í gegnum EES-samninginn að knýja okkur í þjóðargjaldþrot, Icesave-áþjánin, og hirða af okkur fullveldið í orkumálum, með orkupakkanum.
Við ættum ekki undir neinum kringumstæðum að tengjast Evrópusambandinu nánari böndum um þessar mundir. Íslendingar eiga að bíða og sjá hversu fram vindur á Norður-Atlantshafi og vinna tíma. Næstu stórtíðindi eru úrlausn Brexit, sem alls ekki eru fyrirséð. Járnhörð valdalögmál segja að fjarlægist Bretland Evrópu mun nágranninn í austri, Rússland, sjálfkrafa auka áhrif sín á meginlandinu.
Orkupakkinn á þess vegna ekki að vera á dagskrá. Við eigum skilyrðislaust að hafna frekari bindingu við ESB.
Utanríkismálanefnd fundar um orkupakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland er 80% í Ameríku bæði miðað við landsvæði og búsetu.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2019 kl. 12:57
Grænland tilheyrir Ameríku landfræðilga og frumbyggjar þess komu allir þaðan. Eins og Páll benti á í síðasta pistli náðu Danir yfirráðum á Grænlandi vegna Eiríks rauða. Íbúar þar voru aldrei spurðir. Er ekki tímabært að gera það nú?
Kolbrún Hilmars, 16.8.2019 kl. 15:34
Ég vil ekki sjá Evrópu utan Bretlands á móti Bandaríkjunum
Halldór Jónsson, 16.8.2019 kl. 18:01
ESB er lítið og lélegt tollabandalag 400.000 milljón sem stefnt er gegn 6,7 milljörðum manna heinum í verndarskyni fyrir úreltan iðnað sem stenst ekki samkeppni
Halldór Jónsson, 16.8.2019 kl. 18:03
Hagvöxtur í Þýzkalandi var -0.1% á síðasta ársfjórðungi og vextir í 0.
Guðmundur Böðvarsson, 17.8.2019 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.